Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Kristján Karl Kay Frandsen og Freyja Rós Sveinsdóttir við gróður­setninga­störf.
Mynd / Aðsent
Fréttir 21. september 2020

Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell hlaut umhverfisviðurkenningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga á Suðurnesjunum veitir árlega viðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja fyrir góða umhirðu um umhverfi sitt, hvort sem það er húsnæði, garðar eða annað. Í ár voru veittar viðurkenningar til fjögurra einstaklinga og einna félagasamtaka en það er Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell  sem hlaut viðurkenningu fyrir metnaðarfullt starf í umhverfismálum.

Félagið  var stofnað 23. júní 1998.  Stofnfélagar voru um 40 talsins, en í dag eru félagsmenn um 50. Umráðasvæði félagsins er Háibjalli, sem er hamrabelti sunnan við Voga, en félagið er þar eigandi að 15 hektara landsvæði.

Oktavía J. Ragnarsdóttir, formaður Skógfells, en hún heldur hér á barnabarni sínu, Iðunni Helgu Bjarnadóttur Wium. Oktavía segir að umhverfisviðurkenning Sveitarfélagsins Voga blási félaginu byr í brjósti og muni félagið halda ótrautt áfram að vera samfélags- og gróðurvænt félag og bæta með því umhverfið og bæjarbraginn.

Félagið hugar ekki eingöngu að gróðri, uppgræðslu og plöntun heldur einnig þáttum sem lúta að bættu mannlífi og betra samfélagi í Vogum. Þá hefur það viðhaldið skóginum í Háabjalla þar sem gróðurreitur hefur stækkað undanfarin ár auk þess að græða upp gróðurvana svæði.

Á Háabjalla hafa verið haldnir tónleikar  og þar hefur verið tekið á móti útskriftarnemendum leikskólans Suðurvalla úr Vogunum, sem gróðursetja tré. Skógfell hefur, í samstarfi við íþróttafélagið Þrótt, gróðursett við íþróttasvæði bæjarins og unnið með Kvenfélaginu Fjólu að fegrun Aragerðis í Vogum. 

„Skógfell er samfélags- og gróðurvænt félag sem bætir á metnaðarfullan hátt umhverfið og bæjarbraginn.Starfsemi félagsins er eftirtektarverð og öðrum til eftirbreytni,“ segir m.a. á viðurkenningarskjalinu, sem félagið fékk.

Skylt efni: Landgræðsla | Skógrækt

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...