Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrír efstu á síðasta móti. Jens Þór Sigurðsson með Nap (2. sæti), Aðalsteinn Aðalsteinsson með Biff (1. sæti) og Maríus Snær Halldórsson með Elsu (3. sæti).
Þrír efstu á síðasta móti. Jens Þór Sigurðsson með Nap (2. sæti), Aðalsteinn Aðalsteinsson með Biff (1. sæti) og Maríus Snær Halldórsson með Elsu (3. sæti).
Fréttir 18. ágúst 2021

Landskeppni Smalahundafélagsins

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Í ár mun Austurlandsdeild Smala­­hunda­félags Íslands halda Landskeppni Smalahundafélagsins.

Keppnin verður haldin á Ytra-Lóni á Langanesi helgina 28.-29. ágúst. Eins og flest annað var Landsmót Smalahundafélagsins fellt niður í fyrra vegna Covid-19 faraldursins. Það er hins vegar engan bilbug að finna á smölum þetta árið. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum, flokki unghunda, B-flokki og A-flokki. Í A-flokki verður 110 stiga keppni en það hefur einungis verið einu sinni áður keppt með því fyrirkomulagi en verður aftur nú.

Elísabet Gunnarsdóttir tekur við skráningum í síma 863-1679 eða í tölvupósti á netfangið lisulius@gmail.com. Hægt er að bóka gistingu á mótsstað á gistiheimilinu að Ytra-Lóni.

Eins og venja er mun dómarinn koma erlendis frá en hann kemur frá Færeyjum í þetta skiptið og heitir Jónleif Jörgensen. Jónleif er gamall refur í þessum bransa og einn af þeim sem hafa átt stóran þátt í að koma Færeyjum á kortið meðal smalahundaþjóða.

Meðfram landsmótinu verður aðalfundur SFÍ haldinn að kvöldi föstudags 27. ágúst.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...