Landskeppni Smalahundafélagsins
Í ár mun Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands halda Landskeppni Smalahundafélagsins.
Keppnin verður haldin á Ytra-Lóni á Langanesi helgina 28.-29. ágúst. Eins og flest annað var Landsmót Smalahundafélagsins fellt niður í fyrra vegna Covid-19 faraldursins. Það er hins vegar engan bilbug að finna á smölum þetta árið. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum, flokki unghunda, B-flokki og A-flokki. Í A-flokki verður 110 stiga keppni en það hefur einungis verið einu sinni áður keppt með því fyrirkomulagi en verður aftur nú.
Elísabet Gunnarsdóttir tekur við skráningum í síma 863-1679 eða í tölvupósti á netfangið lisulius@gmail.com. Hægt er að bóka gistingu á mótsstað á gistiheimilinu að Ytra-Lóni.
Eins og venja er mun dómarinn koma erlendis frá en hann kemur frá Færeyjum í þetta skiptið og heitir Jónleif Jörgensen. Jónleif er gamall refur í þessum bransa og einn af þeim sem hafa átt stóran þátt í að koma Færeyjum á kortið meðal smalahundaþjóða.
Meðfram landsmótinu verður aðalfundur SFÍ haldinn að kvöldi föstudags 27. ágúst.