Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Lauf sortnaði fyrir norðan
Fréttir 18. júní 2024

Lauf sortnaði fyrir norðan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Trjágróður virðist hafa farið hvað verst á Norðurlandi í vonskuveðri sem gekk yfir landið á dögunum. Það á þó eftir að koma betur í ljós.

Illviðri síðustu viku hafði heilmikil áhrif á trjágróður á Norðurlandi að sögn Laufeyjar Leifsdóttur, bónda á Stóru Gröf í Skagafirði og formanns Félags skógarbænda á Norðurlandi.

„Það má sjá vindslit á lauftrjám, öspin er kalin en mikill munur eftir klónum. Barr á lerki hefur gulnað þar sem var frost og sums staðar eru áberandi skemmdir. Haustið og veturinn hafa líka farið illa með gróður og það er mikið kal í víði og birkikjarri. Allt kemur þetta ofan í svæðisbundin áföll frá síðasta sumri en þá kól aspir víða,“ segir Laufey.

Ætla má að trjágróður hafi farið hvað verst á Norðurlandi og nokkurt tjón orðið, en Hjörtur Bergmann Jónsson, skógarræktandi í Ölfusi og formaður stjórnar SkógBÍ, segir það í raun ekki komið í ljós enn þá. „Það liggur ekki enn fyrir hvaða áhrif veðrið hefur á þessum verstu svæðum fyrir norðan og austan. Á Suðurlandi er þetta í ágætis standi, þannig lagað,“ segir hann. Kalt hafi verið og vindasamt og allt miklu seinna til en venjulega, en ekkert tjón í sjálfu sér. „Heilt yfir á Suður- og Vesturlandinu hefur þetta sloppið ágætlega en spurning hvernig er með Héraðið og Þingeyja- sýslur, Eyjafjörð, Skagafjörð og Norðurland vestra.

Ef trjágróður hefur verið kominn af stað og svo kemur frost og hríð þá er ekki von á góðu, sérstaklega fyrir lauftré. Ef nýja laufið sölnar, eða brumið, er ekki víst að það nái sér yfir sumarið. Það spáir hlýindum og þá gæti þetta allt komið betur í ljós,“ segir Hjörtur.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...