Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Lauf sortnaði fyrir norðan
Fréttir 18. júní 2024

Lauf sortnaði fyrir norðan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Trjágróður virðist hafa farið hvað verst á Norðurlandi í vonskuveðri sem gekk yfir landið á dögunum. Það á þó eftir að koma betur í ljós.

Illviðri síðustu viku hafði heilmikil áhrif á trjágróður á Norðurlandi að sögn Laufeyjar Leifsdóttur, bónda á Stóru Gröf í Skagafirði og formanns Félags skógarbænda á Norðurlandi.

„Það má sjá vindslit á lauftrjám, öspin er kalin en mikill munur eftir klónum. Barr á lerki hefur gulnað þar sem var frost og sums staðar eru áberandi skemmdir. Haustið og veturinn hafa líka farið illa með gróður og það er mikið kal í víði og birkikjarri. Allt kemur þetta ofan í svæðisbundin áföll frá síðasta sumri en þá kól aspir víða,“ segir Laufey.

Ætla má að trjágróður hafi farið hvað verst á Norðurlandi og nokkurt tjón orðið, en Hjörtur Bergmann Jónsson, skógarræktandi í Ölfusi og formaður stjórnar SkógBÍ, segir það í raun ekki komið í ljós enn þá. „Það liggur ekki enn fyrir hvaða áhrif veðrið hefur á þessum verstu svæðum fyrir norðan og austan. Á Suðurlandi er þetta í ágætis standi, þannig lagað,“ segir hann. Kalt hafi verið og vindasamt og allt miklu seinna til en venjulega, en ekkert tjón í sjálfu sér. „Heilt yfir á Suður- og Vesturlandinu hefur þetta sloppið ágætlega en spurning hvernig er með Héraðið og Þingeyja- sýslur, Eyjafjörð, Skagafjörð og Norðurland vestra.

Ef trjágróður hefur verið kominn af stað og svo kemur frost og hríð þá er ekki von á góðu, sérstaklega fyrir lauftré. Ef nýja laufið sölnar, eða brumið, er ekki víst að það nái sér yfir sumarið. Það spáir hlýindum og þá gæti þetta allt komið betur í ljós,“ segir Hjörtur.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...