Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Lauf sortnaði fyrir norðan
Fréttir 18. júní 2024

Lauf sortnaði fyrir norðan

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Trjágróður virðist hafa farið hvað verst á Norðurlandi í vonskuveðri sem gekk yfir landið á dögunum. Það á þó eftir að koma betur í ljós.

Illviðri síðustu viku hafði heilmikil áhrif á trjágróður á Norðurlandi að sögn Laufeyjar Leifsdóttur, bónda á Stóru Gröf í Skagafirði og formanns Félags skógarbænda á Norðurlandi.

„Það má sjá vindslit á lauftrjám, öspin er kalin en mikill munur eftir klónum. Barr á lerki hefur gulnað þar sem var frost og sums staðar eru áberandi skemmdir. Haustið og veturinn hafa líka farið illa með gróður og það er mikið kal í víði og birkikjarri. Allt kemur þetta ofan í svæðisbundin áföll frá síðasta sumri en þá kól aspir víða,“ segir Laufey.

Ætla má að trjágróður hafi farið hvað verst á Norðurlandi og nokkurt tjón orðið, en Hjörtur Bergmann Jónsson, skógarræktandi í Ölfusi og formaður stjórnar SkógBÍ, segir það í raun ekki komið í ljós enn þá. „Það liggur ekki enn fyrir hvaða áhrif veðrið hefur á þessum verstu svæðum fyrir norðan og austan. Á Suðurlandi er þetta í ágætis standi, þannig lagað,“ segir hann. Kalt hafi verið og vindasamt og allt miklu seinna til en venjulega, en ekkert tjón í sjálfu sér. „Heilt yfir á Suður- og Vesturlandinu hefur þetta sloppið ágætlega en spurning hvernig er með Héraðið og Þingeyja- sýslur, Eyjafjörð, Skagafjörð og Norðurland vestra.

Ef trjágróður hefur verið kominn af stað og svo kemur frost og hríð þá er ekki von á góðu, sérstaklega fyrir lauftré. Ef nýja laufið sölnar, eða brumið, er ekki víst að það nái sér yfir sumarið. Það spáir hlýindum og þá gæti þetta allt komið betur í ljós,“ segir Hjörtur.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...