Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Áætlaðar eru frekari rannsóknir í Frakklandi á næmi mismunandi arfgerða íslenskra geita fyrir riðusmiti.
Áætlaðar eru frekari rannsóknir í Frakklandi á næmi mismunandi arfgerða íslenskra geita fyrir riðusmiti.
Mynd / sá
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sýni úr 225 geitum hafa verið raðgreind en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu gegn riðu. Rannsóknir halda áfram.

Arfgerðarannsóknum á geitum verður fram haldið í vetur og fram á vor. Brynjar Þór Vigfússon, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir nú unnið að fjármögnun og fyrirkomulagi verkefnisins og vonast til að unnt verði að kynna það fljótlega. Sýni eru greind í Frakklandi að sögn Brynjars Þórs, þar sem Íslensk erfðagreining hafi ekki treyst sér í verkefnið.

Ekki árangur enn

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hefur beitt sér mjög fyrir lausnum á riðuveiki hérlendis. Hún segir nú loksins liggja fyrir niðurstöður úr PMCA-næmisprófunum sem Vincent Béringue sem rannsakað hefur príonsjúkdóma spendýra, hafi framkvæmt í Frakklandi. Því miður hafi þær ekki skilað árangri enn sem komið er.

Leita í sem breiðustum hópi

„Alls 225 geitur voru raðgreindar og Vincent prófaði allar arfgerðir sem hafa fundist til þessa hér á landi: ARQ/ARQ, S138S/ARQ og S138S/ S138S,“ segir Karólína í skýrslu til Geitfjárræktarfélagsins. „Hann notaði tvö mismunandi íslensk smitefni. Því miður reyndist engin þessara arfgerða með mótstöðu gegn riðu. Vincent mælir því eindregið með því að leita markvisst eftir D146, S146 og K222 í öllum stofnum sem hafa reynst verndandi gegn riðu víða um heim og sem eru viðurkenndir breytileikar í ESB sem verndandi í geitum,“ segir hún enn fremur.

Markmiðið sé því að leita í eins breiðum hópi og mögulegt er. Það sé kostnaðarsamt en reynt verði að koma til móts við þann kostnað á einhvern hátt.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...