Áætlaðar eru frekari rannsóknir í Frakklandi á næmi mismunandi arfgerða íslenskra geita fyrir riðusmiti.
Áætlaðar eru frekari rannsóknir í Frakklandi á næmi mismunandi arfgerða íslenskra geita fyrir riðusmiti.
Mynd / sá
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Heilar 145 geita hafa verið rannsakaðir en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu gegn riðu. Rannsóknir halda áfram.

Arfgerðarannsóknum á geitum verður fram haldið í vetur og fram á vor. Brynjar Þór Vigfússon, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir nú unnið að fjármögnun og fyrirkomulagi verkefnisins og vonast til að unnt verði að kynna það fljótlega. Sýni eru greind í Frakklandi að sögn Brynjars Þórs, þar sem Íslensk erfðagreining hafi ekki treyst sér í verkefnið.

Ekki árangur enn

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hefur beitt sér mjög fyrir lausnum á riðuveiki hérlendis. Hún segir nú loksins liggja fyrir niðurstöður úr PMCA-næmisprófunum sem Vincent Béringue sem rannsakað hefur príonsjúkdóma spendýra, hafi framkvæmt í Frakklandi. Því miður hafi þær ekki skilað árangri enn sem komið er.

Leita í sem breiðustum hópi

„Alls 145 geitur voru raðgreindar og Vincent prófaði allar arfgerðir sem hafa fundist til þessa hér á landi: ARQ/ARQ, S138S/ARQ og S138S/ S138S,“ segir Karólína í skýrslu til Geitfjárræktarfélagsins. „Hann notaði tvö mismunandi íslensk smitefni. Því miður reyndist engin þessara arfgerða með mótstöðu gegn riðu. Vincent mælir því eindregið með því að leita markvisst eftir D146, S146 og K222 í öllum stofnum sem hafa reynst verndandi gegn riðu víða um heim og sem eru viðurkenndir breytileikar í ESB sem verndandi í geitum,“ segir hún enn fremur.

Markmiðið sé því að leita í eins breiðum hópi og mögulegt er. Það sé kostnaðarsamt en reynt verði að koma til móts við þann kostnað á einhvern hátt.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Heilar 145 geita hafa verið rannsakaðir en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...