Áætlaðar eru frekari rannsóknir í Frakklandi á næmi mismunandi arfgerða íslenskra geita fyrir riðusmiti.
Áætlaðar eru frekari rannsóknir í Frakklandi á næmi mismunandi arfgerða íslenskra geita fyrir riðusmiti.
Mynd / sá
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sýni úr 225 geitum hafa verið raðgreind en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu gegn riðu. Rannsóknir halda áfram.

Arfgerðarannsóknum á geitum verður fram haldið í vetur og fram á vor. Brynjar Þór Vigfússon, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir nú unnið að fjármögnun og fyrirkomulagi verkefnisins og vonast til að unnt verði að kynna það fljótlega. Sýni eru greind í Frakklandi að sögn Brynjars Þórs, þar sem Íslensk erfðagreining hafi ekki treyst sér í verkefnið.

Ekki árangur enn

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hefur beitt sér mjög fyrir lausnum á riðuveiki hérlendis. Hún segir nú loksins liggja fyrir niðurstöður úr PMCA-næmisprófunum sem Vincent Béringue sem rannsakað hefur príonsjúkdóma spendýra, hafi framkvæmt í Frakklandi. Því miður hafi þær ekki skilað árangri enn sem komið er.

Leita í sem breiðustum hópi

„Alls 225 geitur voru raðgreindar og Vincent prófaði allar arfgerðir sem hafa fundist til þessa hér á landi: ARQ/ARQ, S138S/ARQ og S138S/ S138S,“ segir Karólína í skýrslu til Geitfjárræktarfélagsins. „Hann notaði tvö mismunandi íslensk smitefni. Því miður reyndist engin þessara arfgerða með mótstöðu gegn riðu. Vincent mælir því eindregið með því að leita markvisst eftir D146, S146 og K222 í öllum stofnum sem hafa reynst verndandi gegn riðu víða um heim og sem eru viðurkenndir breytileikar í ESB sem verndandi í geitum,“ segir hún enn fremur.

Markmiðið sé því að leita í eins breiðum hópi og mögulegt er. Það sé kostnaðarsamt en reynt verði að koma til móts við þann kostnað á einhvern hátt.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...