Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk.
Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk.
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. september. Opin býli voru hjá fjórum framleiðendum í lífrænum búskap og einn viðburður var á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík.

Anna María útskýrir af hverju hún velur lífrænt mataræði.

Að sögn Önnu Maríu Björnsdóttur, verkefnastjóra Lífræna dagsins, gekk hátíðin mjög vel fyrir sig. „Við hjá Lífrænu Íslandi vorum á viðburðinum á Kaffi Flóru þar sem framleiðendur voru á staðnum að kynna, sýna, gefa smakk eða selja sínar vörur. Einnig voru sýnishorn frá fleiri framleiðendum. Svo var lífrænt bingó fyrir börnin og myndir til að lita.“

Nokkur erindi flutt á Kaffi Flóru

Nokkur erindi voru á viðburðinum á Kaffi Flóru. Anna María hélt erindi um Lífrænt Ísland-verkefnið, sem er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, Bændasamtakanna og VORs (Verndun og ræktun – félag um lífræna ræktun og framleiðslu) um að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. Að sögn Önnu Maríu hélt Stefán Jón Hafstein, höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, erindið Vandinn við matvælakerfi heimsins. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, höfundur bókarinnar Heilsubók Jóhönnu – um áhrif eiturefna á heilsu og umhverfi, hélt erindið Heilsan og lífrænt mataræði. Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarson, lífrænir sauðfjárbændur, héldu erindið Af hverju lífrænn sauðfjárbúskapur?

Hliðstæð verkefni

„Hliðstæð verkefni við Lífrænt Ísland eru í gangi á Norðurlöndunum og ekki að ástæðulausu. Það er gríðarlega margt sem liggur að baki þegar lífræna vottunarmerkið er á vöru sem skiptir marga neytendur máli, en ekki allir eru meðvitaðir um. Markmið Lífræna dagsins er að vekja athygli á þessari tegund ræktunar á Íslandi og leyfa almenningi að kynnast þessu betur, hitta framleiðendur, fá að smakka afurðir en einnig heyra hvaða máli þetta skiptir fyrir jörðina, umhverfið og jafnvel heilsu okkar,“ segir Anna María.

Meira verður fjallað um lífræna daginn í næsta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: lífræni dagurinn

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...