Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk.
Svava úr gróðurhúsinu í Bjarkarási með smakk.
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. september. Opin býli voru hjá fjórum framleiðendum í lífrænum búskap og einn viðburður var á Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík.

Anna María útskýrir af hverju hún velur lífrænt mataræði.

Að sögn Önnu Maríu Björnsdóttur, verkefnastjóra Lífræna dagsins, gekk hátíðin mjög vel fyrir sig. „Við hjá Lífrænu Íslandi vorum á viðburðinum á Kaffi Flóru þar sem framleiðendur voru á staðnum að kynna, sýna, gefa smakk eða selja sínar vörur. Einnig voru sýnishorn frá fleiri framleiðendum. Svo var lífrænt bingó fyrir börnin og myndir til að lita.“

Nokkur erindi flutt á Kaffi Flóru

Nokkur erindi voru á viðburðinum á Kaffi Flóru. Anna María hélt erindi um Lífrænt Ísland-verkefnið, sem er samstarfsverkefni matvælaráðuneytisins, Bændasamtakanna og VORs (Verndun og ræktun – félag um lífræna ræktun og framleiðslu) um að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. Að sögn Önnu Maríu hélt Stefán Jón Hafstein, höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, erindið Vandinn við matvælakerfi heimsins. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, höfundur bókarinnar Heilsubók Jóhönnu – um áhrif eiturefna á heilsu og umhverfi, hélt erindið Heilsan og lífrænt mataræði. Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarson, lífrænir sauðfjárbændur, héldu erindið Af hverju lífrænn sauðfjárbúskapur?

Hliðstæð verkefni

„Hliðstæð verkefni við Lífrænt Ísland eru í gangi á Norðurlöndunum og ekki að ástæðulausu. Það er gríðarlega margt sem liggur að baki þegar lífræna vottunarmerkið er á vöru sem skiptir marga neytendur máli, en ekki allir eru meðvitaðir um. Markmið Lífræna dagsins er að vekja athygli á þessari tegund ræktunar á Íslandi og leyfa almenningi að kynnast þessu betur, hitta framleiðendur, fá að smakka afurðir en einnig heyra hvaða máli þetta skiptir fyrir jörðina, umhverfið og jafnvel heilsu okkar,“ segir Anna María.

Meira verður fjallað um lífræna daginn í næsta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: lífræni dagurinn

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...