Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Mynd / smh
Fréttir 14. júní 2016

Lífrænn matur heimsendur á 90 mínútum

Höfundur: smh
Um nokkurra ára skeið hefur matvörumarkaður verið rekinn í Nethyl 2c í Reykjavík undir heitinu Bændur í bænum. Þar hafa lífrænar vörur verið í boði, bæði íslenskar og innfluttar, auk þess sem netverslun hefur verið starfrækt undir heitinu „Grænmeti í áskrift“, þar sem vörur hafa verið seldar í gegnum netið. Nú stendur til að taka þann hluta skrefinu lengra og bjóða upp á heimsendingarþjónustu.
 
Sem stendur er boðið upp á vikulegar sendingar þar sem vörurnar eru afhentar á miðvikudögum og fimmtudögum. Nú mun það breytast í dagvöruverslunina  http://www.baenduribaenum.is/ þar sem fólk  getur pantað og fengið heimsent upp að dyrum innan 90 mínútna eða eftir nánara samkomulagi – og einnig getur fólk á landsbyggðinni fengið sent daginn eftir.
 
Markaðurinn gengur í endurnýjun lífdaga
 
Það er stórfjölskyldan á Akri í Laugarási, hjónin Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir og hjónin Gunnar Örn Þórðarson og Linda Viðarsdóttir sem standa að rekstri matvörumarkaðarins Bændur í bænum. Að sögn Gunnars verður heimsendingarhlutinn unninn í samvinnu við vefverslunina Allra hagur, eða aha.is.  Hann segir að markaðurinn í Nethyl 2c muni ganga í endurnýjun lífdaga samhliða þessari nýjung í heimsendingarþjónustunni og verður opnunarhátíð þann 16. júní næstkomandi þar sem allir eru velkomnir að koma og sjá nýju „lífrænu búðina“. 
 

9 myndir:

Skylt efni: lífrænar búvörur

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...