Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardóttir hefur gert skil í bók sinni Litadýrð.

Karólína er sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, sem leggur í sinni ræktun áherslu á litafjölbreytileika og ullarframleiðslu. Hún er aðflutt frá Þýskalandi og tók eftir að mikill áhugi er á litum í íslensku sauðfé og að óvenjulegir litir veki mikla athygli, en fólk virðist alls ekki sammála um litaheitin.

Við nánari athugun fannst henni furðulítið til af upplýsingaefni og ákvað því sjálf fyrir nokkrum árum að safna markvisst myndum og lýsingum af alls konar litaafbrigðum og gefa út í bók, sem kom út síðasta vor.

Hér eru nokkur sýnishorn af litafjölbreytileikanum í íslenska sauðfjárstofninum og viðeigandi litaheiti, sem mörg hver eru einnig æði skrautleg.

Svartgolsuglámblesótt eða svartgolsubaugótt. Hanna frá Gróustöðum, forystuær.

Rós er grábotnuflekkótt.

Heiðar Mattason frá Straumi er móbaugóttur.

Þrír sauðir. Sá efsti er hélusvartbotnuarnhöfðóttur, sá í miðið mógolsubotnóttur og svo grámórauður.

Hrúturinn Hjörtur Elsuson Seladóttur Nikulássonar er svartbotnustjörnóttur.

Skylt efni: litir sauðfé

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...