Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardóttir hefur gert skil í bók sinni Litadýrð.

Karólína er sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, sem leggur í sinni ræktun áherslu á litafjölbreytileika og ullarframleiðslu. Hún er aðflutt frá Þýskalandi og tók eftir að mikill áhugi er á litum í íslensku sauðfé og að óvenjulegir litir veki mikla athygli, en fólk virðist alls ekki sammála um litaheitin.

Við nánari athugun fannst henni furðulítið til af upplýsingaefni og ákvað því sjálf fyrir nokkrum árum að safna markvisst myndum og lýsingum af alls konar litaafbrigðum og gefa út í bók, sem kom út síðasta vor.

Hér eru nokkur sýnishorn af litafjölbreytileikanum í íslenska sauðfjárstofninum og viðeigandi litaheiti, sem mörg hver eru einnig æði skrautleg.

Svartgolsuglámblesótt eða svartgolsubaugótt. Hanna frá Gróustöðum, forystuær.

Rós er grábotnuflekkótt.

Heiðar Mattason frá Straumi er móbaugóttur.

Þrír sauðir. Sá efsti er hélusvartbotnuarnhöfðóttur, sá í miðið mógolsubotnóttur og svo grámórauður.

Hrúturinn Hjörtur Elsuson Seladóttur Nikulássonar er svartbotnustjörnóttur.

Skylt efni: litir sauðfé

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...