Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardóttir hefur gert skil í bók sinni Litadýrð.

Karólína er sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, sem leggur í sinni ræktun áherslu á litafjölbreytileika og ullarframleiðslu. Hún er aðflutt frá Þýskalandi og tók eftir að mikill áhugi er á litum í íslensku sauðfé og að óvenjulegir litir veki mikla athygli, en fólk virðist alls ekki sammála um litaheitin.

Við nánari athugun fannst henni furðulítið til af upplýsingaefni og ákvað því sjálf fyrir nokkrum árum að safna markvisst myndum og lýsingum af alls konar litaafbrigðum og gefa út í bók, sem kom út síðasta vor.

Hér eru nokkur sýnishorn af litafjölbreytileikanum í íslenska sauðfjárstofninum og viðeigandi litaheiti, sem mörg hver eru einnig æði skrautleg.

Svartgolsuglámblesótt eða svartgolsubaugótt. Hanna frá Gróustöðum, forystuær.

Rós er grábotnuflekkótt.

Heiðar Mattason frá Straumi er móbaugóttur.

Þrír sauðir. Sá efsti er hélusvartbotnuarnhöfðóttur, sá í miðið mógolsubotnóttur og svo grámórauður.

Hrúturinn Hjörtur Elsuson Seladóttur Nikulássonar er svartbotnustjörnóttur.

Skylt efni: litir sauðfé

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...