Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardóttir hefur gert skil í bók sinni Litadýrð.

Karólína er sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, sem leggur í sinni ræktun áherslu á litafjölbreytileika og ullarframleiðslu. Hún er aðflutt frá Þýskalandi og tók eftir að mikill áhugi er á litum í íslensku sauðfé og að óvenjulegir litir veki mikla athygli, en fólk virðist alls ekki sammála um litaheitin.

Við nánari athugun fannst henni furðulítið til af upplýsingaefni og ákvað því sjálf fyrir nokkrum árum að safna markvisst myndum og lýsingum af alls konar litaafbrigðum og gefa út í bók, sem kom út síðasta vor.

Hér eru nokkur sýnishorn af litafjölbreytileikanum í íslenska sauðfjárstofninum og viðeigandi litaheiti, sem mörg hver eru einnig æði skrautleg.

Svartgolsuglámblesótt eða svartgolsubaugótt. Hanna frá Gróustöðum, forystuær.

Rós er grábotnuflekkótt.

Heiðar Mattason frá Straumi er móbaugóttur.

Þrír sauðir. Sá efsti er hélusvartbotnuarnhöfðóttur, sá í miðið mógolsubotnóttur og svo grámórauður.

Hrúturinn Hjörtur Elsuson Seladóttur Nikulássonar er svartbotnustjörnóttur.

Skylt efni: litir sauðfé

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...