Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenskar lærisneiðar. Íslenskt lambakjöt er eina íslenska matvaran með upprunavottun.
Íslenskar lærisneiðar. Íslenskt lambakjöt er eina íslenska matvaran með upprunavottun.
Fréttir 22. nóvember 2022

Lítill hluti kvótans verið nýttur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Við úthlutun á WTO- tollkvótum í sumar fengu fjögur innflutningsfyrirtæki samtals 345 þúsund kílóa kinda- eða geitakjötskvóta úthlutað.

Langstærstan hluta hans fékk Stjörnugrís, eða 281 þúsund kíló. Síðan hafa einungis 557 kíló verið flutt inn og Stjörnugrís ekkert enn þá.

Í aðsendri grein í blaðinu í dag skrifa þeir Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, og Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, um markaðsstöðu og -horfur fyrir íslenskt lambakjöt. Þar kemur fram að eina íslenska matvaran með upprunavottun sé íslenskt lambakjöt.

Ómerktur uppruni lambakjöts

Þeir vekja athygli á því að vegna þess hversu lítið hefur verið flutt inn á þessu ári megi búast við að innflutningur aukist fljótlega. Þeir segja að innflutningsfyrirtækin hafi hingað til ekki auglýst að um innflutt lambakjöt sé að ræða og benda neytendum á að spyrja ávallt um uppruna lambakjötsins sem þeir kaupa.

Geir Gunnar Geirsson, forstjóri Stjörnugríss, segir að enginn innflutningur hafi átt sér stað frá því að þeim var úthlutaður þessi kvóti.

Hann segir að innflutningurinn verði í litlu magni ef fyrirtækið ætli að nýta sér innflutningskvótann – en þá líklega frá Spáni eða Nýja- Sjálandi.

Takmarkaður áhugi sé á innflutningi á lambakjöti enn sem komið er.

Selt til veitingahúsa og í kjötvinnslur

Geir telur að erlenda kindakjötið sé ekkert mikið ódýrara en það íslenska, það sem verði mögulega flutt inn fari til veitingahúsa og í kjötvinnslur, rétt eins og aðrar kjötvörur sem fluttar eru inn. Úthlutunin síðasta sumar gildir fyrir tímabilið 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum á meðalverðinu ein króna á kílóið.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...