Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gögnin sem finna má í upplýsingakerfinu Afurð eiga fullt erindi til almennings, þau eru aðgengileg í gegnum hið veflæga Mælaborð landbúnaðarins.
Gögnin sem finna má í upplýsingakerfinu Afurð eiga fullt erindi til almennings, þau eru aðgengileg í gegnum hið veflæga Mælaborð landbúnaðarins.
Fréttir 31. október 2022

Lofsamleg umsögn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í gegnum upplýsingakerfið Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi Matvælastofnunar, fara lögbundnar stuðningsgreiðslur frá stjórnvöldum til landbúnaðarins, stuðningsgreiðslur til þúsunda framleiðenda í landbúnaði árlega í samræmi í búvörusamninga.

Kerfið fær lofsamlega umsögn í nýlegri óháðri úttekt, þar sem því er lýst meðal annars sem „snilldarkerfi“ – að uppbygging þess sé fremur einföld og högun vel útfærð.

Það var ráðgjafarfyrirtækið Framnes sem gerði úttektina fyrir matvælaráðuneytið, sem hefur umsjón með og rekur upplýsingakerfið.

Verið í þróun frá 2015

Afurð í núverandi mynd hefur verið í þróun frá 2015, en þörf var talin á innleiðingu slíks kerfis vegna gerð búvörusamninganna árið 2016 sem tóku svo gildi árið 2017. Gagnagrunnur Afurðar byggir hins vegar á grunni kerfa og gagnagrunna sem Framleiðsluráð landbúnaðarins byggði upp á sínum tíma við framkvæmd búvörusamninga.

Í niðurstöðum úttektarinnar kemur meðal annars fram að þær upplýsingar sem er að finna í kerfinu eigi fullt erindi til almennings, en þær eru aðgengilegar í gegnum hið veflæga Mælaborð landbúnaðarins.

Þar liggi margvíslegar upp- lýsingar um landbúnað og matvælaframleiðslu. Tiltekið er að kerfið sé skilvirkt og formfast – og allir ferlar vel rekjanlegir.

Afurð hefur á undanförnum árum færst á milli aðila. Fyrst þurfti að aftengja kerfið frá Bændasamtökum Íslands með því að byggja upp sjálfstæða rekstrareiningu innan Bændasamtakanna. Síðan var starfsemin flutt í janúar 2016 lögum samkvæmt til Matvælastofnunar með stofnun Búnaðarstofu og loks undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið um áramótin frá 1. janúar 2020, en nú tilheyrir Afurð matvælaráðuneytinu.

Kostnaður við rekstur og viðhald kerfisins er metinn óvenju lágur, þrátt fyrir stöðuga þróun í átt að stafrænni stjórnsýslu, sem og í tengslum við tilfærslu milli aðila og endurskoðun búvörusamninga. Að mati skýrsluhöfundar er talið að kerfið muni lifa í nokkur ár til viðbótar í óbreyttri mynd, en ljóst er að breytingar í tækni, umhverfi – og hugsanleg útvíkkun á verkefnum kerfisins, sem og að fyrirhuguð er endurskoðun búvörusamninga – kalli á hægfara og markvissa uppfærslu kerfisins á næstu árum. Í skýrslunni er lögð áhersla á að brýnt sé að marka stefnu um hvaða leið eigendur vilja fara með kerfið til að tryggja viðhald þess og þróun.

Stjórnsýsla um 95% stafræn með Afurð

Áætlað er að stjórnsýsla í tengslum við framkvæmd búvörusamninga og samskipta bænda við stjórnvöld sé um 95% orðin stafræn. Þetta hafi í för með sér mikla hagræðingu fyrir alla aðila þar sem lögð er áhersla á að einfalda stjórnsýslu og gera hana gagnsæja.

Fyrir utan að þjóna því hlutverki að vera greiðslumiðlunarkerfi, er þar haldið utan um margþættar upplýsingar sem tengjast land- búnaðarframleiðslu á Íslandi, svo sem um hjarðbækur, bújarðir, bústofn, framleiðslutölur, upp- lýsingar um ræktað land og margt fleira. Kerfið tengist fleiri opinberum kerfum, eins og Hagstofunni, Fjársýslunni og gagnagrunnum um afurðaskýrsluhald sem er hýst hjá Bændasamtökum Íslands.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...