Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Magðalena K. Jónsdóttir (t.h.) að taka á móti viðurkenningunni frá Elínborgu Sigurðardóttur, formanni SSK.
Magðalena K. Jónsdóttir (t.h.) að taka á móti viðurkenningunni frá Elínborgu Sigurðardóttur, formanni SSK.
Mynd / Pálína Magnúsdóttir
Fréttir 15. júlí 2021

Magðalena K. Jónsdóttir bóndi er Kvenfélagskona ársins 2020

Höfundur: Magnús Hreiðar Hlynsson

Á nýliðnum 93. ársfundi Sambands sunnlenska kvenna (SSK), sem var haldinn í Íþrótta­húsi Þykkvabæjar í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar, var tilkynnt um val á Kvenfélagskonu ársins 2020. Þann heiður hlaut Magðalena K. Jónsdóttir, kvenfélagskona í kvenfélaginu Fjallkonu undir Austur-Eyjafjöllum. Magðalena er jafnframt bóndi á bænum Drangshlíðardal. Hún er svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin enda hefur hún starfað ötullega með kvenfélagi sínu í áraraðir og einnig fyrir SSK og Kvenfélagasamband Íslands.

Gegn fíkniefnaneyslu barna

Á ársþinginu samþykktu kvenfélags­konur einnig eftirfarandi ályktun:
„Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna, haldinn í Þykkvabæ 5. júní 2021, skorar á hæstvirtan barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, að setja af stað landsátak gegn fíkniefnaneyslu barna og ungmenna sem og forvarnafræðslu til foreldra og forráðamanna strax.“

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...