Magðalena K. Jónsdóttir bóndi er Kvenfélagskona ársins 2020
Á nýliðnum 93. ársfundi Sambands sunnlenska kvenna (SSK), sem var haldinn í Íþróttahúsi Þykkvabæjar í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar, var tilkynnt um val á Kvenfélagskonu ársins 2020. Þann heiður hlaut Magðalena K. Jónsdóttir, kvenfélagskona í kvenfélaginu Fjallkonu undir Austur-Eyjafjöllum. Magðalena er jafnframt bóndi á bænum Drangshlíðardal. Hún er svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin enda hefur hún starfað ötullega með kvenfélagi sínu í áraraðir og einnig fyrir SSK og Kvenfélagasamband Íslands.
Gegn fíkniefnaneyslu barna
Á ársþinginu samþykktu kvenfélagskonur einnig eftirfarandi ályktun:
„Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna, haldinn í Þykkvabæ 5. júní 2021, skorar á hæstvirtan barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, að setja af stað landsátak gegn fíkniefnaneyslu barna og ungmenna sem og forvarnafræðslu til foreldra og forráðamanna strax.“