Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.
Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. nóvember 2023

Málþing Jóni til heiðurs

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni frá Bjarnarhöfn, fyrrum rektors Háskólans á Hólum, verður haldið að Hólum í nóvember af tilefni áttræðisafmælis Jóns í desember.

Nokkrir vinir og velunnarar Jóns ásamt Háskólanum á Hólum efna til málþingsins en efnistök þess verða með skírskotun í sögu skólahalds á Hólum. „Umfram allt verður sjónum beint að þeim verðmætum sem háskóli í dreifbýli býr yfir og tækifærum sem nábýli skólans við náttúru, mannauð og atvinnulífið bjóða fram,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Þar segir að Jón hafi verið fenginn til að endurreisa Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal árið 1981 og hann hafi flutt þangað með konu sinni, Ingibjörgu Kolku, og börnum. Skólinn hafði þá ekki starfað um hríð en hann var stofnaður 1882. „Engum blandast hugur um hve mikið þrekvirki Jón vann á skólastjóraárum sínum á Hólum. Staðurinn var í niðurníðslu, byggingar, ræktun og skólastarf. Á fáum árum risu ný mannvirki og eldri byggingar voru endurbættar. Dómkirkjunni og kirkjustarfi var sýndur mikill sómi. Aðsókn að Hólaskóla varð mikil og samhliða aðlagaðist námið að breyttum aðstæðum í samfélaginu. Nám í fiskeldi, hestamennsku og síðar ferðamálum litu dagsins ljós. Þetta eru þær greinar sem Háskólinn á Hólum byggir nú háskólanám sitt á og eru mikilvægar atvinnugreinar um land allt, ekki síst í hinum dreifðu byggðum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Jón lét af skólastjórn árið 1999.

Málþingið mun fara fram á Hólum í Hjaltadal þann 16. nóvember kl. 9–16. Kaffiveitingar og hádegismatur verða í boði fyrir gesti.

Skylt efni: Háskólinn á Hólum

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...