Málþing um sögu Bessastaða
Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskriftina "Af sögu Bessastaða 1600–1944", laugardaginn 7. maí nk. í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Það hefst kl. 13.30 og því lýkur kl. 16.15. Á málþinginu verður m.a. fjallað um búskap á Bessastöðum.
Á málþinginu flytja fjórir fræðimenn erindi sem hér segir: Björn Teitsson ræðir um Bessastaði sem bústað embættismanna 1606‒1804; Guðlaugur R. Guðmundsson um Bessastaðaskóla í íslenskri menningarsögu; Ólafur R. Dýrmundsson um bújörðina Bessastaði og búskap þar 1600–1944; Ragnhildur Bragadóttir um eigendasögu Bessastaða 1867‒1944.
Í tilkynningu kemur fram að allir séu velkomnir.