Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar á fundi um innleiðingu á nýjum búvörusamningum. Talið frá vinstri; Bjarki Pjetursson, Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri, Ómar Jónsson og Ásdís Kristinsdóttir.
Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar á fundi um innleiðingu á nýjum búvörusamningum. Talið frá vinstri; Bjarki Pjetursson, Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri, Ómar Jónsson og Ásdís Kristinsdóttir.
Fréttir 17. nóvember 2016

Margt breytist með nýjum búvörusamningum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álag á starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar er mikið þessa dagana. Stærsti kvótamarkaður mjólkur í sögunni er nýlokið, sem jafnframt var sá síðasti, og síðan er vinna komin á fullt við innleiðingu á nýjum búvörusamningum sem taka gildi frá og með næstu áramótum.

Alþingi tók sinn tíma í að samþykkja lagabreytingar í tengslum við búvörusamningana og rammasamning ríkis og bænda eins og kunnugt er og náðist það ekki fyrr en í september sl. og fyrr var ekki hægt að hefja innleiðingu þeirra hjá Matvælastofnun.

Reglugerðir vegna búvörusamninga

Vinna við smíði á reglugerðum vegna samninganna er langt komin í atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu samkvæmt heimildum Bændablaðsins. Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, er í þriggja manna vinnuhópi sem ráðuneytið skipaði vegna reglugerðarsmíðinnar.

Bændablaðið ræddi við hann um innleiðingu á búvörusamningunum en Matvælastofnun er falið veigamikið stjórnsýslu­hlutverk við umsýslu á stuðnings­greiðslum til bænda. Það verður á verksviði Búnaðarstofu MAST. Jón Baldur segir að nánari útfærslur á þeim fjölmörgu ákvæðum sem nýir búvörusamningar fela í sér komi fram í reglugerðum sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er með í smíðum.

Skilyrði sett fyrir stuðningi við landbúnaðinn

Aðspurður um nýjungar í samningunum bendir Jón Baldur á að skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum í sauðfjár- og nautgriparækt sé þátttaka í afurðaskýrsluhaldi og fullnægjandi skil, að búrekstur sé stundaður á lögbýli og að starfsemi falli undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Í reglugerð verði nánari skilgreining á afurðaskýrsluhaldi, sem séu í samræmi við núverandi kröfur um afurðaskýrsluhald sem bændur þekkja.

Framleiðendur skulu vera með afurðaskýrsluhald sitt skráð í þau  skýrsluhaldskerfi sem eru til staðar í dag, þ.e.a.s. Fjárvísi í sauðfjárrækt, HUPPU í nautgriparækt og Heiðrúnu í geitfjárrækt. Þeir bændur sem eru í nautakjötsframleiðslu eingöngu þurfa einnig að standa skil á afurðaskýrsluhaldi í HUPPU, sem rétt er að vekja athygli á sérstaklega. Jafnframt er skilyrði um fullnægjandi skil á hjarðbók og heilsuskráningu, og rétt framkvæmd á merkingum sauðfjár, í samræmi við reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 með síðari breytingum. Að síðustu er skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum að umráðamenn skili inn haustskýrslu í Bústofni skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald. Þá geti hjón og einstaklingar í óvígðri sambúð, sem standa saman að búrekstri, óskað eftir því við Matvælastofnun að stuðningsgreiðslum sé skipt jafnt á milli þeirra.

Fyrirkomulag stuðningsgreiðslna breytist um áramót

Fyrirkomulag stuðningsgreiðslna, t.d. í sauðfjárrækt, breytist um áramót í samræmi við búvörusamningana. Búnaðarstofa Matvælastofnunar mun gera ársáætlun í febrúar um heildargreiðslur allra framleiðenda, sem eiga rétt á stuðningsgreiðslum og miðast áætlunin við framleiðslu fyrra árs, fjölda vetrarfóðraða kinda á haustskýrslu í Bústofni, skráð greiðslumark í ærgildum í upphafi ársins og fjárlög ársins. Hjá nýliðum verður eðlilega beitt annarri útfærslu. Síðan mun heildarstuðningsgreiðslu ársins vera skipt jafnt niður innan ársins. Ársuppgjör verður síðan gert í febrúar árið eftir í samræmi við framleiðslu ársins og annarra breytinga á forsendum ársáætlunarinnar. Þegar uppgjör liggur fyrir kemur í ljós hvort stuðningsgreiðslur hafa verið of- eða vanáætlaðar til framleiðenda.

Í ársáætlun fyrir sauðfjár­bændur vegna ársins 2017 eru inni beingreiðslur, gæðastýringar­greiðslur, beingreiðslur í ull og loks víðtækari svæðisbundinn stuðningur en þekktist í fyrri búvörusamningum.

Nýjar stuðningsgreiðslur

Þá koma inn nýjar stuðnings­greiðslur svo sem styrkir vegna nautakjötsframleiðslu, aðlögunarstyrkir vegna lífrænnar framleiðslu, landgreiðslur, nýliðunarstyrkir þvert á búgreinar, stuðningur við geitfjárrækt, gripagreiðslur í sauðfjárrækt (1. janúar 2020), býlisstuðningur (2018), heimild til að bæta tjón vegna ágangs álfta og gæsa og loks fjárfestingarstuðningur. Að síðustu má nefna að umbreytingar eru gerðar á greiðslumarkskerfinu í mjólk og sauðfé sem hefur verið vel kynnt og þar sem m.a. innlausnarkerfi ríkisins tekur við um næstu áramót, þar sem Búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast innlausn.

Jón Baldur leggur áherslu á að hér sé ekki um tæmandi upptalningu að ræða á ákvæðum í nýjum búvörusamningi og hvetur bændur til að rifja upp samningana og síðan að kynna sér drögin að reglugerðunum í umsagnarferlinu þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur þær fram innan skamms tíma.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...