Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluumhverfi í nýjan gagnagrunn.

Nýlegar niðurstöður úr verkefninu sýna að um þrjú prósent af þarmaflóru fullorðinna eru matartengdar örverur, en um 56 prósent af þarmaflóru ungbarna.

Í umfjöllun á vef Matís er haft eftir Nicola Segata örverufræðingi, sem starfar við háskólann í Trento og við Evrópsku krabbameinsstofnunina í Mílanó, að niðurstöðurnar bendi til að sumar örverur í þörmunum komi beint úr mat, eða að mannkynið hafi upprunalega fengið þær úr fæðunni þar sem þær hafi síðan aðlagast og orðið hluti af þarmaflóru mannsins. Það kunni að virðast lágt hlutfall, en þó geti þessar örverur haft mikil áhrif á virkni þarmaflórunnar.

Þar segir enn fremur að gagnagrunnurinn sé mikilvægt framlag til vísinda og lýðheilsu, þar sem hann muni nýtast við rannsóknir á áhrifum matvælatengdra örvera á heilsu manna.

Þáttur Matís felst í að rannsaka sýni úr íslenskum fiskvinnslum en umfang verkefnisins nær til allra helstu fæðuflokkanna. Rannsóknin var hluti af Evrópuverkefninu MASTER, þar sem 29 aðilar vinna saman frá 14 löndum.

Í umfjöllun Matís kemur fram að fáar sjúkdómsvaldandi örverur hafi verið greindar í matarsýnunum, en þó nokkrar tegundir sem geti verið óæskilegar vegna áhrifa á bragð eða geymsluþol.

Þekking á því hvaða örverur tilheyra ákveðnum matvælum geti verið gagnleg fyrir framleiðendur, bæði stóra og smáa, til að bæta vörugæði. Einnig geti þessar upplýsingar aðstoðað við matvælaeftirlit, við að skilgreina hvaða örverur ættu og ættu ekki að vera til staðar í tilteknum matvælum ásamt því að rekja og votta uppruna þeirra.

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...