Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluumhverfi í nýjan gagnagrunn.

Nýlegar niðurstöður úr verkefninu sýna að um þrjú prósent af þarmaflóru fullorðinna eru matartengdar örverur, en um 56 prósent af þarmaflóru ungbarna.

Í umfjöllun á vef Matís er haft eftir Nicola Segata örverufræðingi, sem starfar við háskólann í Trento og við Evrópsku krabbameinsstofnunina í Mílanó, að niðurstöðurnar bendi til að sumar örverur í þörmunum komi beint úr mat, eða að mannkynið hafi upprunalega fengið þær úr fæðunni þar sem þær hafi síðan aðlagast og orðið hluti af þarmaflóru mannsins. Það kunni að virðast lágt hlutfall, en þó geti þessar örverur haft mikil áhrif á virkni þarmaflórunnar.

Þar segir enn fremur að gagnagrunnurinn sé mikilvægt framlag til vísinda og lýðheilsu, þar sem hann muni nýtast við rannsóknir á áhrifum matvælatengdra örvera á heilsu manna.

Þáttur Matís felst í að rannsaka sýni úr íslenskum fiskvinnslum en umfang verkefnisins nær til allra helstu fæðuflokkanna. Rannsóknin var hluti af Evrópuverkefninu MASTER, þar sem 29 aðilar vinna saman frá 14 löndum.

Í umfjöllun Matís kemur fram að fáar sjúkdómsvaldandi örverur hafi verið greindar í matarsýnunum, en þó nokkrar tegundir sem geti verið óæskilegar vegna áhrifa á bragð eða geymsluþol.

Þekking á því hvaða örverur tilheyra ákveðnum matvælum geti verið gagnleg fyrir framleiðendur, bæði stóra og smáa, til að bæta vörugæði. Einnig geti þessar upplýsingar aðstoðað við matvælaeftirlit, við að skilgreina hvaða örverur ættu og ættu ekki að vera til staðar í tilteknum matvælum ásamt því að rekja og votta uppruna þeirra.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...