Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Söluaukning og ágætis jafnvægi er í kjúklingaræktinni.
Söluaukning og ágætis jafnvægi er í kjúklingaræktinni.
Mynd / Bbl.
Fréttir 9. ágúst 2018

Matfugl stækkar kjúklingabú

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við erum að horfa til framtíðar,“ segir Sveinn V. Jónsson, fram­kvæmdastjóri Matfugls, en félagið áformar að stækka kjúklingabú sitt að Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit. Þar eru nú um það bil 80 þúsund eldisrými, en hugmyndir Matfugls ganga út á stækkun upp í um 190 þúsund eldisrými.
 
Sveinn segir að unnið sé að umhverfismati  vegna stækkun­arinnar, frummatsskýrsla sé tilbúin og er hún þessar vikurnar í kynningu. „Þetta tekur allt sinn tíma, en við stefnum á að hefjast handa á næsta ári, gætum líkast til byrjað næsta vor,“ segir hann. „Þetta kostar allt umtalsverða fjármuni,“ segir Sveinn spurður út í kostnað við framkvæmdirnar. 
 
Söluaukning og ágætis jafnvægi í greininni
 
Til stendur að byggja fjögur ný hús að Hurðarbaki þar sem Matfugl er með sína starfsemi, um 1.800 fermetrar hvert um sig. Núverandi starfsemi fer fram í tveimur 2.500 fermetra húsum. „Það hefur undanfarin ár verið aukning í sölu og ágætis jafnvægi í greininni, framleiðsla og sala hafa haldist vel í hendur. Við erum með þessum stækkunaráformum að horfa fram í tímann. Fyrirtækið hefur stækkað umtalsvert undanfarinn áratug og við sjáum fram á að svo verði áfram þegar horft er til næstu tíu ára,“ segir Sveinn. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...