Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fréttir 28. maí 2019
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Matthías Eiðsson, lengst af kenndur við bæinn Brún ofan Akureyrar, var heiðraður á sýningu sem Hestamannafélagið Léttir efndi til á dögunum með yfirskriftinni Hestaveisla. Það voru Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem stóðu að heiðrun Matthíasar fyrir ævistarf hans við hrossaræktun hér á landi.
Matthías hefur í áratugi stundað hrossarækt og hefur ræktun hans skipt sköpum í hrossarækt á landinu „og skilað þeim árangri að nú er um allt land mikill fjöldi hrossa sem eiga með einum og eða öðrum hætti tengsl sín og ættir að rekja við hross Matthíasar og formóður farsæls ræktunarstarfs hans,“ segir í umsögn hrossaræktarsamtakanna um Matthías.
Hekla frá Árgerði í Eyjafirði er formóðir þessarar ræktunar og dóttir hennar og eina folald, Ósk frá Brún, hefur skilað af sér mörgum afkvæmum og farsælum stóðhestum sem svo sannarlega hafa sett svip sinn á hestaheiminn á Íslandi á liðnum áratugum.
Með þessu vilja Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga þakka Matthíasi af heilum hug framlag hans til hestamennskunnar í landinu,“ segir enn fremur í umsögninni.
Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, afhenti Matthíasi Eiðssyni viðurkenninguna.
Fréttir 20. desember 2024
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...
Fréttir 20. desember 2024
Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...
Fréttir 20. desember 2024
Vænlegt lífgas- og áburðarver
Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...
Fréttir 19. desember 2024
Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...
Fréttir 19. desember 2024
Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...
Fréttir 19. desember 2024
Bjart er yfir Miðfirði
Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...
Fréttir 18. desember 2024
Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...
Fréttir 18. desember 2024
Mánaðarleg upplýsingagjöf
Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...
24. nóvember 2020
Daði Már settur aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands
12. desember 2024
Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
21. desember 2022
Skötuilmur & íslensk gleði
19. desember 2016
Ofnsteikt appelsínuönd
20. desember 2024