Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Mynd / Þórir Tryggvason
Fréttir 28. maí 2019

Matthías frá Brún heiðraður fyrir hrossarækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Matthías Eiðsson, lengst af kenndur við bæinn Brún ofan Akureyrar, var heiðraður á sýningu sem Hestamannafélagið Léttir efndi til á dögunum með yfirskriftinni Hestaveisla. Það voru Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem stóðu að heiðrun Matthíasar fyrir ævistarf hans við hrossaræktun hér á landi.
 
Matthías hefur í áratugi stundað hrossarækt og hefur ræktun hans skipt sköpum í hrossarækt á landinu „og skilað þeim árangri að nú er um allt land mikill fjöldi hrossa sem eiga með einum og eða öðrum hætti tengsl sín og ættir að rekja við hross Matthíasar og formóður farsæls ræktunarstarfs hans,“ segir í umsögn hrossaræktarsamtakanna um Matthías.
 
Hekla frá Árgerði í Eyjafirði er formóðir þessarar ræktunar og dóttir hennar og eina folald, Ósk frá Brún, hefur skilað af sér mörgum afkvæmum og farsælum stóðhestum sem svo sannarlega hafa sett svip sinn á hestaheiminn á Íslandi á liðnum áratugum. 
 
Með þessu vilja Hrossaræktar­samtök Eyfirðinga og Þingeyinga þakka Matthíasi af heilum hug framlag hans til hestamennskunnar í landinu,“ segir enn fremur í umsögninni. 
 
Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, afhenti Matthíasi Eiðssyni viðurkenninguna. 
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...