Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Um 85% gesta eru útlendingar sem sækja sér upplifun með því að baða sig í náttúrulegri laug og virða fyrir sér fallegt útsýni yfir Mývatnssveit.
Um 85% gesta eru útlendingar sem sækja sér upplifun með því að baða sig í náttúrulegri laug og virða fyrir sér fallegt útsýni yfir Mývatnssveit.
Fréttir 21. nóvember 2016

Metaðsókn að Jarðböðunum í Mývatnssveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðsókn að Jarðböðunum í Mývatnssveit hefur slegið öll fyrri met nú í ár. Sumarið var verulega gott og þá hefur aðsókn í böðin aukist jafnt og þétt bæði að vori og hausti. Í burðarliðnum eru framkvæmdir á komandi ári til að bæta aðstöðu gestanna.
 
Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna í Mývatnssveit, segir aðsókn á liðnu sumri hafa verið einstaklega góða. Á tímabilinu frá maí og fram til loka september, á 5 mánaða tímabili, komu um 158 þúsund gestir í Jarðböðin sem er ríflega 20% aukning frá því í fyrrasumar. „Það hafa aldrei komið fleiri gestir í Jarðböðin en síðastliðið sumar, það var metaðsókn hjá okkur og við erum auðvitað himinlifandi með það,“ segir hann. Jarðböðin hafa verið starfrækt í Mývatnssveit frá árinu 2004, eða í 12 ár.
 
Nú í desember verður heilmikið um að vera í Jarðböðunum, dagskrá sem tengist jólum, en þar ber hæst hið árlega bað jólasveina sem verður sunnudaginn 11.desember. 
 
Sama dag verður handverks­markaður í Jarðböðunum „þannig að það verður mikið um að vera þennan dag og jafnan margt um manninn. Helgina á undan verður laufabrauðsgerð í  Jarðböðunum þar sem gestum býðst að skera út laufabrauð og steikja.  
 
85% gesta útlendingar
 
Guðmundur segir að æ fleiri leggi leið sína í Jarðböðin og þau séu vel þekktur áfangastaður erlendra ferðamanna. Um 85% gesta eru útlendingar sem sækja sér upplifun með því að baða sig í náttúrulegri laug og virða fyrir sér útsýni yfir Mývatnssveit. „Gestir kunna vel að meta útsýnið og hafa gjarnan orð á því hversu einstakt það er.“
 
Hann segir aðsókn vera mesta yfir sumarið, þegar flestir eru á ferðinni, „en það er ánægjulegt að æ fleiri gestir eru einnig á ferðinni að vorlagi, í apríl og maí og eins á haustin, september og október. Þeir mánuðir eru orðnir virkilega góðir og hlutfallslega hefur aðsókn þá mánuði aukist meira en yfir sumarið. Það má því segja að einungis desember og janúar séu í rólegri kantinum,“ segir Guðmundur. 
 
Hann segir að þótt aðsókn sé mikil anni Jarðböðin miklum fjölda gesta og þeir dreifast yfir daginn og fram á kvöld, en opið er til miðnættis yfir sumarmánuðina og til kl. 22 á kvöldin að vetrinum.
 
Endurbætur fyrirhugaðar á aðstöðu gesta
 
Framkvæmdir hefjast innan tíðar við endurbætur á aðstöðu sem einkum miða að því að gera rýmra kringum gesti Jarðbaðanna.  Nú eru um 430 búningsklefar í Jarðböðunum. „Við ætlum að stækka klefana, ekki fjölga þeim mikið en gera rýmra um gesti okkar,“ segir Guðmundur. Framkvæmdir við byggingu nýs húss við Jarðböðin hefjast næsta vor, „við eru að vinna að hugmyndum og skoða hver þörfin hugsanlega verður til framtíðar litið. Við höfum hug á að hefja jarðvegsframkvæmdir hér á svæðinu vorið 2017,“ segir hann. Í nýju húsi verður m.a. afgreiðsla, móttaka gesta, veitingastofa og búningsklefar. „Spár gera ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni áfram fjölga hér á landi og við ætlum að vera undir það búin að taka við auknum fjölda gesta hjá okkur.“ 

Skylt efni: Jarðböð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...