Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nemendur Lýðháskólans á Flateyri hafa aldrei verið eins margir eins og í vetur enda met aðsókn að skólanum.
Nemendur Lýðháskólans á Flateyri hafa aldrei verið eins margir eins og í vetur enda met aðsókn að skólanum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. október 2021

Metaðsókn að Lýðskólanum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Við skólasetningu Lýðskólans á Flateyri nýlega tilkynnti Ásmundur Einar Daðason félags- og húsnæðismálaráðherra um 134 milljóna stofnframlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til byggingar nemendagarða á Flateyri.

Verður þetta í fyrsta sinn frá árinu 1997 sem íbúðarhúsnæði er byggt á Flateyri. Hönnun húsanna er þegar hafin og verða þau framleidd erlendis og flutt á staðinn með skipi næsta vor. Yrki, arkitektar eru hönnuðir bygginganna. Um er að ræða 14 stúdíóíbúðir í tveimur samtengdum húsum sem rísa munu við Hafnarstræti og verða hluti af götumynd og ásýnd staðarins. Við hönnun húsanna verður þess gætt að þau falli að staðaranda Flateyrar.

„Þetta voru miklar gleðifréttir, stór áfangi í stuttri sögu skólans og mikil viðurkenning á okkar starfi,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Lýðskólans.
„Nú brettum við upp ermar og stefnum að því að þessi hús verði tilbúin við næstu skólasetningu að ári.“


Flateyri stúdentaíbúðir: 14 stúdíóíbúðir verða í tveimur samtengdum húsum, sem byggð verða við Hafnarstræti á Flateyri.
Mynd / Yrki arkitektar og Bjarni Sveinn Benediktsson.

Met aðsókn að skólanum

„Aðsókn að skólanum hefur aldrei verið meiri og við þurftum að hafna fleirum en teknir voru inn. Nú hóf 31 nemandi nám við Lýðskólann á tveimur brautum þar sem önnur leggur áherslu á listir og sköpun en hin útivist, umhverfi og sjálfbærni,“ segir Katrín María Gísladóttir skólastjóri.

„Við hlökkum til skólaársins með nýjum hópi nemenda. Bygging nemendagarða gerir okkur kleift að taka inn 40 nemendur á næsta ári eins og við höfum stefnt að allt frá upphafi. Þetta eru gleðifréttir, bæði fyrir skólann og Flateyri, og skýrt merki um þau miklu samfélagslegu áhrif sem skólinn hefur hér.“ 


Flateyri við Önundarfjörð.


Skylt efni: Flateyri

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...