Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nemendur Lýðháskólans á Flateyri hafa aldrei verið eins margir eins og í vetur enda met aðsókn að skólanum.
Nemendur Lýðháskólans á Flateyri hafa aldrei verið eins margir eins og í vetur enda met aðsókn að skólanum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. október 2021

Metaðsókn að Lýðskólanum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Við skólasetningu Lýðskólans á Flateyri nýlega tilkynnti Ásmundur Einar Daðason félags- og húsnæðismálaráðherra um 134 milljóna stofnframlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til byggingar nemendagarða á Flateyri.

Verður þetta í fyrsta sinn frá árinu 1997 sem íbúðarhúsnæði er byggt á Flateyri. Hönnun húsanna er þegar hafin og verða þau framleidd erlendis og flutt á staðinn með skipi næsta vor. Yrki, arkitektar eru hönnuðir bygginganna. Um er að ræða 14 stúdíóíbúðir í tveimur samtengdum húsum sem rísa munu við Hafnarstræti og verða hluti af götumynd og ásýnd staðarins. Við hönnun húsanna verður þess gætt að þau falli að staðaranda Flateyrar.

„Þetta voru miklar gleðifréttir, stór áfangi í stuttri sögu skólans og mikil viðurkenning á okkar starfi,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Lýðskólans.
„Nú brettum við upp ermar og stefnum að því að þessi hús verði tilbúin við næstu skólasetningu að ári.“


Flateyri stúdentaíbúðir: 14 stúdíóíbúðir verða í tveimur samtengdum húsum, sem byggð verða við Hafnarstræti á Flateyri.
Mynd / Yrki arkitektar og Bjarni Sveinn Benediktsson.

Met aðsókn að skólanum

„Aðsókn að skólanum hefur aldrei verið meiri og við þurftum að hafna fleirum en teknir voru inn. Nú hóf 31 nemandi nám við Lýðskólann á tveimur brautum þar sem önnur leggur áherslu á listir og sköpun en hin útivist, umhverfi og sjálfbærni,“ segir Katrín María Gísladóttir skólastjóri.

„Við hlökkum til skólaársins með nýjum hópi nemenda. Bygging nemendagarða gerir okkur kleift að taka inn 40 nemendur á næsta ári eins og við höfum stefnt að allt frá upphafi. Þetta eru gleðifréttir, bæði fyrir skólann og Flateyri, og skýrt merki um þau miklu samfélagslegu áhrif sem skólinn hefur hér.“ 


Flateyri við Önundarfjörð.


Skylt efni: Flateyri

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...