Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Metaðsókn í landslagsarkitektúr og lífræna ræktun matjurta
Fréttir 7. júlí 2020

Metaðsókn í landslagsarkitektúr og lífræna ræktun matjurta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikill fjöldi umsókna hefur borist Landbúnaðarháskóla Íslands bæði í háskólanám og starfsmenntanám skólans. Aðsóknin í grunnám (BS) við skólann jókst um 51,1% á milli ára.

Aukningin er hlutfallslega langmest í BS-nám í landslags­arkitektúr, þar nemur aukningin 240% á milli ára, fjölgun umsókna í garðyrkjunám á Reykjum nam 45% og  umsóknum í búvísindanám fjölgaði um 40%.

Við skólann er einnig boðið upp á framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu. Á meistarastigi er boðið einstaklingsmiðað rann­sóknanám og starfsmiðað meistara­nám í skipulagsfræði. Í skipulags­fræði er mikil aukning frá því í fyrra en 18 eru skráðir til náms á fyrsta ári í haust, en til saman­burðar voru sjö nemendur árið áður. Nemendum í doktorsnámi hefur fjölgað á undanförnu ári og hafa aldrei verið fleiri en nú. Þá vörðu tveir nemendur doktorsritgerðir sínar nú í júnímánuði.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, segir það mikið gleðiefni að sjá hversu mikinn áhuga ungt fólk sýnir námi í Landbúnaðarháskóla Íslands og hversu dreifing umsókna er mikil. „Það er gaman að sjá aukinn áhuga á búvísindanámi, en þar hefur orðið aukning um 40% milli ára. Mikilvægt er að fjölga vísindamönnum á breiðu sviði búvísinda, en þar hefur skort á nýliðun á undanförnum árum. Þá er greinilegt af umsóknum til brautar náttúru- og umhverfisfræða að áframhaldandi áhugi er á sjálfbærri þróun og jafnvægi verndunar og nýtingar. Þá gleður það mig sérstaklega að sjá þessa miklu fjölgun umsókna í starfsmenntanámið okkar, bæði á Hvanneyri og á Reykjum. Aldrei hafa fleiri sótt um að komast að í garðyrkjunámi á Reykjum og færri komast að en vilja í búfræði.

Það er því bjart fram undan hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og ljóst að öflugt starf, spennandi námskrár og markvisst kynningarstarf skólans er að skila góðum árangri.“

Landbúnaðarháskóli Íslands býr við þá sérstöðu að bjóða bæði upp á háskólanám og starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Aðsókn í starfsmenntanám skólans sló öll fyrri met í vor með samtals 280 umsóknum.

Má þar sérstaklega nefna góða aðsókn í garðyrkjunám á Reykjum þar sem 136 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið jafnmargar í sögu skólans. Flestir sækja um í lífræna ræktun matjurta en þar sóttu 45 nemendur um nám. Aðsókn er einnig góð í ylrækt, með 26 umsóknir, og 10 í garð- og skógarplöntuframleiðslu. 

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...