Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Miðfjarðarbændur neita enn að afhenda fé
Fréttir 26. október 2023

Miðfjarðarbændur neita enn að afhenda fé

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændur á Neðra-Núpi í Miðfirði ætla á næstu dögum að senda þær níu gimbrar í sláturhús sem Matvælastofnun hefur krafið þá um að afhenda stofnuninni til förgunar.

Gimbrarnar voru keyptar frá Urriðaá, þar sem allt fé var skorið niður í vor í kjölfar riðutilfellis sem staðfest var á bænum.

Guðmundur Þorbergsson, bóndi á Neðra-Núpi, segir að þessar gimbrar séu í eigu sonar hans, Kristjáns Svavars. „Þetta er eina féð sem er í hans eigu sem er hér hjá mér, en ég er sjálfur með um 100 kindur. Þessar gimbrar hafa nú ekki allar skilað sér hér úr smalamennsku, en það stóð til að senda þær í sláturhús í lok vikunnar eða í byrjun næstu viku.

Eftir því sem ég best veit þá eru tekin sýni í sláturhúsinu, einhverjar stikkprufur frá flestum bæjum þar sem kannað er hvort einhver riðusmit eru.“Matvælastofnun hefur litið svo á að með því að afhenda ekki féð, stofni bændurnir ekki aðeins heilsu sinna dýra í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra sem hefur samgang við þeirra fé. Samkvæmt dýrasjúkdómalögum sé refsivert að brjóta gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt lögum.

Forsaga málsins er að Matvælastofnun féllst á andmæli bænda í maí við því að afhenda gripina á sauðburðartíma.Í lok maí náðist svo samkomulag við flesta sauðfjárbændur í Miðfjarðarhólfi um að afhending á gripum sem voru komnir frá Urriðaá yrði ekki síðar en 19. júní. Bændur á bænum Barkarstöðum í Miðfirði eiga hrút frá Urriðaá sem þeir hafa ekki látið af hendi. Guðmundur segir að ástæðan fyrir því að þeir feðgar kjósa að afhenda ekki féð byggi í raun á lögfræðiáliti sem þeir fengu í millitíðinni, þar sem fram kemur að margt orki tvímælis lögfræðilega í þessu máli öllu. „Ýmislegt í vinnubrögðum Matvælastofnunar hefur líka farið illa í okkur, til dæmis heyrðum við það bara í útvarpinu að það væri búið að kæra okkur til lögreglu – sem okkur þykir vera vinnubrögð af verstu gerð. Það er ekki rétt sem haft hefur verið eftir héraðsdýralækni að um 14 kindur sé að ræða, þær voru upphaflega tíu en ein er reyndar dauð.

Við höfum undrast að hafa ekki heyrt frá neinum í allt sumar, hvorki frá Matvælastofnun né lögreglu eða saksóknara. Þetta fólk hefur greinilega nóg annað að gera en að vera að eltast við svona vitleysu,“ segir Guðmundur.

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að saksóknari hafi lagt spurningar fyrir stofnunina varðandi þetta mál sem á eftir að svara. Lögin um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim séu orðin 30 ára gömul og verið sé að kanna skýrleika þeirra um þetta efni.

Skylt efni: riða | miðfjarðarhólf

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...

Trump hjólar í loftslagsmálin
Fréttir 10. mars 2025

Trump hjólar í loftslagsmálin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum unnið markvisst a...

Krónutala tollverndar verði að hækka
Fréttir 10. mars 2025

Krónutala tollverndar verði að hækka

Eggjabændur leita leiða til að mæta vaxandi eftirspurn eftir íslenskum eggjum.

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir
Fréttir 10. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eiga...

Fagráð verði stofnað
Fréttir 10. mars 2025

Fagráð verði stofnað

Hákon Bjarki Harðarson, frjótæknir og bóndi að Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði, er...

Góð afkoma hjá SS
Fréttir 10. mars 2025

Góð afkoma hjá SS

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands hækkuðu um rúman hálfan milljarð milli ár...