Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur gert kúabændum torveldara um vik í vorverkum.

Slík staða getur skilað sér í lakari uppskeru að magni og gæðum, að sögn Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, nautgripabónda á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og varaformanns BÍ. Hún segir að betur eigi eftir að koma í ljós hverjar afleiðingarnar verða en þetta muni hafa áhrif bæði á mjólkur- og nautakjötsframleiðsluna. „Staðan er verst á þeim svæðum þar sem tún komu mikið kalin undan vetri og ekki á bætandi fyrir þá bændur að komast ekki út í akrana fyrir bleytu og snjó til að geta hafið uppræktun,“ segir hún. Uppræktun sé bæði kostnaðarsöm og tímafrek svo mikið álag sé á bændum.

„Mjólkurkýrnar fara víða seinna út en vant er en það hefur lítil áhrif á þær þar sem þær una sér vel inni í nútímafjósum. Veðrið gerði holdabændum erfitt fyrir víða þar sem kýr voru farnar að bera úti en við eigum enn eftir að meta hversu mikið tjón hefur orðið,“ segir Herdís jafnframt.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...