Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur gert kúabændum torveldara um vik í vorverkum.

Slík staða getur skilað sér í lakari uppskeru að magni og gæðum, að sögn Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, nautgripabónda á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og varaformanns BÍ. Hún segir að betur eigi eftir að koma í ljós hverjar afleiðingarnar verða en þetta muni hafa áhrif bæði á mjólkur- og nautakjötsframleiðsluna. „Staðan er verst á þeim svæðum þar sem tún komu mikið kalin undan vetri og ekki á bætandi fyrir þá bændur að komast ekki út í akrana fyrir bleytu og snjó til að geta hafið uppræktun,“ segir hún. Uppræktun sé bæði kostnaðarsöm og tímafrek svo mikið álag sé á bændum.

„Mjólkurkýrnar fara víða seinna út en vant er en það hefur lítil áhrif á þær þar sem þær una sér vel inni í nútímafjósum. Veðrið gerði holdabændum erfitt fyrir víða þar sem kýr voru farnar að bera úti en við eigum enn eftir að meta hversu mikið tjón hefur orðið,“ segir Herdís jafnframt.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...