Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur gert kúabændum torveldara um vik í vorverkum.

Slík staða getur skilað sér í lakari uppskeru að magni og gæðum, að sögn Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, nautgripabónda á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og varaformanns BÍ. Hún segir að betur eigi eftir að koma í ljós hverjar afleiðingarnar verða en þetta muni hafa áhrif bæði á mjólkur- og nautakjötsframleiðsluna. „Staðan er verst á þeim svæðum þar sem tún komu mikið kalin undan vetri og ekki á bætandi fyrir þá bændur að komast ekki út í akrana fyrir bleytu og snjó til að geta hafið uppræktun,“ segir hún. Uppræktun sé bæði kostnaðarsöm og tímafrek svo mikið álag sé á bændum.

„Mjólkurkýrnar fara víða seinna út en vant er en það hefur lítil áhrif á þær þar sem þær una sér vel inni í nútímafjósum. Veðrið gerði holdabændum erfitt fyrir víða þar sem kýr voru farnar að bera úti en við eigum enn eftir að meta hversu mikið tjón hefur orðið,“ segir Herdís jafnframt.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Kolefnisjafnvægi milli lífs og dauða
Fréttir 5. júlí 2024

Kolefnisjafnvægi milli lífs og dauða

Talið er að kolefnisbinding skóga minnki eftir því sem skógar eldast. Þar með br...

Opnar gróðurhúsin fyrir almenningi
Fréttir 5. júlí 2024

Opnar gróðurhúsin fyrir almenningi

Nýr garðyrkjustjóri tók nýlega við stjórnartaumunum í Sunnu á Sólheimum og meðal...

Uppskerubrestur hækkar verð
Fréttir 4. júlí 2024

Uppskerubrestur hækkar verð

Framleiðendur appelsínuþykknis og -safa segja komna upp kreppu í iðnaðinum á hei...

Aukið framboð íbúðahúsnæðis
Fréttir 3. júlí 2024

Aukið framboð íbúðahúsnæðis

Nýlega var undirritað samkomulag á milli ríkisins, Sveitarfélagsins Stykkishólms...

Kjötmjöl í lífrænan uppgræðsluáburð
Fréttir 3. júlí 2024

Kjötmjöl í lífrænan uppgræðsluáburð

Land og skógur annast sjötíu og sjö landgræðslusvæði sem spanna yfir 250 þúsund ...

Öl er innri kálfur
Fréttir 2. júlí 2024

Öl er innri kálfur

Hún er heldur óvenjuleg kvöldgjöfin í Hvammi í Ölfusi og með sanni má segja að þ...

Samtal við atvinnulíf og sveitarfélög
Fréttir 2. júlí 2024

Samtal við atvinnulíf og sveitarfélög

Stjórnvöld kynntu á dögunum uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Samtal við ...

Íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir og sektir
Fréttir 1. júlí 2024

Íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir og sektir

Í apríl og maí í ár var úrskurðað um ellefu íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir á s...