Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr Landeyjum.
Úr Landeyjum.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. desember 2019

Mikill fjöldi búa náði afgerandi góðum árangri á árinu

Höfundur: Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt - thk@rml.is
Eins og mörgum er í fersku minni tilnefndi Fagráð í hrossarækt alls 14 ræktunarbú til sérstakra viðurkenninga fyrir framúrskarandi ræktunarárangur á árinu 2019. Heiðursviðurkenninguna  ræktunarbú ársins 2019 hlutu Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson á uppskeruhátíð hestamanna þann 2. nóvember síðastliðinn en þau kenna hross sín við Stuðla.
 
Mikill fjöldi búa náði afgerandi góðum árangri á sýningarárinu 2019. Til að afmarka val ræktunarbúa eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,00 eða hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar eftir aldri og kyni líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga. Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa. Búin sem komast í pottinn verða að ná fjórum hrossum að lágmarki með 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu sem er þá önnur sía á gögnin. Eingöngu er horft til hrossa sem ná 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu og miðast fjöldi sýndra hrossa frá hverju búi við þau hross. Þá reiknast afkvæmaverðlaunahross (stóðhestar og hryssur) til stiga fyrir sína ræktendur samkvæmt föstum reglum þar um.
 
 
30 bú uppfylltu lágmarkskröfur
 
Í meðfylgjandi töflu eru öll búin, 30 að tölu, sem uppfylltu fyrrnefndar lágmarkskröfur árið 2019. Dálkarnir sýna meðaltal leiðréttrar aðaleinkunnar og fjölda sýndra hrossa sem ná 8,00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu (en afkvæmahross bæta við fjöldann). Þá er sérstaklega tilgreint í síðasta dálknum ef afkvæmahross leggja til stiga og auka á fjölda hrossa fyrir búið á árinu. Efst í töflunni eru þau fjórtán bú sem tilnefnd voru til viðurkenningarinnar í ár í þeim sætum sem útreiknuð stig raðaði þeim í en þar fyrir neðan eru búin sem komust auk þeirra til greina í ár í stafrófsröð.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...