Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar.
Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar.
Fréttir 9. júlí 2020

Milljón svínum lógað í Nígeríu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að um milljón svínum hafi verið lógað í Nígeríu undanfarna daga í einu versta svínapestartilfelli sem komið hefur í langan tíma. Lítið eftirlit í landinu er sögð helsta ástæða þess að pestin hafi náð mikilli útbreiðslu á skömmum tíma.

Ástandinu í svínaeldi í Nígeríu um þessar mundir er lýst þannig að sprenging hafi átt sér stað í útbreiðslu afrískrar svínapestar. Pestarinnar varð fyrst vart í nágrenni höfuðborgarinnar Lagos fyrr á þessu ári en hefur síðan þá breiðst út um nánast allt landið.

Talsmaður stærsta svínaræktanda í Vestur-Afríku segir að á búum fyrirtækisins sé þegar búið að lóga um hálfri milljón svínum og hátt í milljón í landinu öllu.

Svínapest er engin nýlunda í Afríku og vitað er um að minnsta kosti 60 misalvarleg tilfelli hennar frá 2016 til 2019 en ekkert þeirra er sagt viðlíka útbreitt og faraldurinn sem gengur yfir Nígeríu núna.

Dæmi eru um að bú hafi þurft að lóga öllum sínum svínum og kemur slíkt verst niður á fátækum smábændum sem reiða sig á svínaræktina til að sjá sér og sínum farborða.

Svínapestin í Nígeríu í kjölfar COVID-19 er ekki við bætandi í landi þar sem fátækt er mikil og heilsugæsla og matur er víða af skornum skammti.

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...