Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover.
NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover.
Fréttir 13. desember 2017

Minna mengandi metangasvél fyrir sjálfbæran landbúnað

Höfundur: Hörður Kristjánsson
FPT Industrial kynnti nú í nóvember í fyrsta sinn í Evrópu NEF 6 cylinders metangasvél (Natural Gas – NG) á landbúnaðar­sýningunni  Agri­technica í Hannover í Þýskalandi.  
 
Þessi frumgerð vélarinnar er það sem FPT Industrial kallar „Naturally powerful“ og stendur fyrir hámarks hreinleika á orkulausnum sem eru sérhannaðar fyrir sjálfbæran landbúnað. Fyrir bændur sem eiga möguleika á að framleiða sitt eigið eldsneyti. 
 
Gasknúna vélin sem kynnt var á Agritechnica-sýningunni í Hannover er sögð skila sama afli og togkrafti og sambærileg dísilvél. Einnig á endingin að vera sambærileg sem og viðhald. Í útblæstri skilar vélin að lágmarki 10% minni CO2 í samanburði við dísilvélar og er útlásturinn sagður nálægt núlli þegar notað er lífgas. Þá er mengunin frá vélinni sögð í heild vera 80% minni en í sambærilegri dísilvél. 
 
Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í hönnun og smíði metangasknúinna véla og hefur selt yfir 30 þúsund NG vélar um allan heim. Þá er FPT Industrial  einnig frumkvöðull í að kynna notkun á sérhæfðum metangasvélum til notkunar í dráttarvélar fyrir torfærur. 
 
FPT Industrial er fyrirtækjamerki undir hatti CNH International sem varð til úr samruna International Harvester, Case og New Holland. Yfir 8.000 manns starfa hjá FPT Industrial í tíu verksmiðjum og sjö rannsóknar- og þróunarmiðstöðvum. Sölukerfi fyrirtækisins nær til nær 100 landa. Í boði er lína 6 ólíkra aflvéla frá 42 – 1.0086 hestöfl. Einnig skiptingar með hámarkstog upp frá 200 upp í 500 Newtonmetra. Þá býður fyrirtækið framöxla frá 2-32 tonna brúttóþyngd.  
Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...