Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover.
NEF 6 cylinders metangasvélin sem kynnt var á sýningunni í Hannover.
Fréttir 13. desember 2017

Minna mengandi metangasvél fyrir sjálfbæran landbúnað

Höfundur: Hörður Kristjánsson
FPT Industrial kynnti nú í nóvember í fyrsta sinn í Evrópu NEF 6 cylinders metangasvél (Natural Gas – NG) á landbúnaðar­sýningunni  Agri­technica í Hannover í Þýskalandi.  
 
Þessi frumgerð vélarinnar er það sem FPT Industrial kallar „Naturally powerful“ og stendur fyrir hámarks hreinleika á orkulausnum sem eru sérhannaðar fyrir sjálfbæran landbúnað. Fyrir bændur sem eiga möguleika á að framleiða sitt eigið eldsneyti. 
 
Gasknúna vélin sem kynnt var á Agritechnica-sýningunni í Hannover er sögð skila sama afli og togkrafti og sambærileg dísilvél. Einnig á endingin að vera sambærileg sem og viðhald. Í útblæstri skilar vélin að lágmarki 10% minni CO2 í samanburði við dísilvélar og er útlásturinn sagður nálægt núlli þegar notað er lífgas. Þá er mengunin frá vélinni sögð í heild vera 80% minni en í sambærilegri dísilvél. 
 
Fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu í hönnun og smíði metangasknúinna véla og hefur selt yfir 30 þúsund NG vélar um allan heim. Þá er FPT Industrial  einnig frumkvöðull í að kynna notkun á sérhæfðum metangasvélum til notkunar í dráttarvélar fyrir torfærur. 
 
FPT Industrial er fyrirtækjamerki undir hatti CNH International sem varð til úr samruna International Harvester, Case og New Holland. Yfir 8.000 manns starfa hjá FPT Industrial í tíu verksmiðjum og sjö rannsóknar- og þróunarmiðstöðvum. Sölukerfi fyrirtækisins nær til nær 100 landa. Í boði er lína 6 ólíkra aflvéla frá 42 – 1.0086 hestöfl. Einnig skiptingar með hámarkstog upp frá 200 upp í 500 Newtonmetra. Þá býður fyrirtækið framöxla frá 2-32 tonna brúttóþyngd.  
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...