Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. maí 2020

Mótmæla lækkuðu framlagi í viðhald varnargirðinga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hvetur Matvælastofnun til að endurskoða fjárveitingar til varnagirðinga í héraðinu. Málið var rætt á fundi ráðsins á dögunum.

Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga að stórum hluta í Húnaþingi vestra hefur honum verið tilkynnt að fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum verði lækkuð á árinu 2020. Það leiðir til þess að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki sem gerir það að verkum að varnir gegn smitsjúkdómum búfjár verða illviðráðanlegar.

Skýtur skökku við

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Því hvetur ráðið Mast til að endurskoða fjárveitingar sínar til varnagirðinga í Húnaþingi vestra. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...