Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Fé við Mjóavatn á Auðkúluheiði.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. maí 2020

Mótmæla lækkuðu framlagi í viðhald varnargirðinga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hvetur Matvælastofnun til að endurskoða fjárveitingar til varnagirðinga í héraðinu. Málið var rætt á fundi ráðsins á dögunum.

Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga að stórum hluta í Húnaþingi vestra hefur honum verið tilkynnt að fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum verði lækkuð á árinu 2020. Það leiðir til þess að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki sem gerir það að verkum að varnir gegn smitsjúkdómum búfjár verða illviðráðanlegar.

Skýtur skökku við

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Því hvetur ráðið Mast til að endurskoða fjárveitingar sínar til varnagirðinga í Húnaþingi vestra. 

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...