Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og 
stjórnarformaður Auðhumlu.
Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og stjórnarformaður Auðhumlu.
Mynd / HK
Fréttir 21. júlí 2016

MS-málið: Fráleitur málatilbúnaður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og stjórnarformaður Auðhumlu, stærsta eiganda Mjólkursamsölunnar, segir að í sjálfu sér komi úrskurður Sam­keppnis­eftirlitsins sér ekki á óvart þrátt fyrir að málið sé allt fráleitt að sínu mati.

„Næsta skref af okkar hálfu er að borga sektina og áfrýja síðan málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og til þess höfum við, að mér skilst, mánuð. Áfrýjunarnefndin áskilur sér síðan rétt til að kveða upp úrskurð á sex til átta vikum ef ég man rétt. Við bindum sterkar vonir við að úrskurður áfrýjunarnefndar verði okkur í hag.

Mér er reyndar alveg óskiljanlegt hvernig stendur á því að Samkeppniseftirlit hækkaði sektina um 110 milljónir, eða úr 370 milljónir í 480 milljónir. Hluti af þeirri niðurstöðu skilst mér að felist í því að þeir telja að við höfum leynt fyrir þeim gögnum sem er gersamlega fráleitt að okkar mati. Það er og hefur alltaf verið hagur MS að niðurstaða fengist í þessu máli sem fyrst.“

Ólík túlkun á samspili búvöru- og samkeppnislaga

„Úrskurður Samkeppniseftirlitsins snýst um ólíka túlkun okkar og þeirra á samspili búvöru- og samkeppnislaga. Við teljum okkur vera í samstarfi við ákveðin fyrirtæki og að innan þess samstarfs höfum við leyfi til að miðla mjólk á öðru verði en til ótengdra aðila.

Samkeppniseftirlitið er á öðru máli og túlkun þess er meira að segja farin að ganga svo langt að þeir tala um að Mjólkursamsalan selji sjálfri sér hrámjólk á undirverði.

Raunin er reyndar sú að MS kaupir alla mjólk af bændum á fyrirfram ákveðnu verði sem er ákveðið af verðlagsnefnd. Þeirri mjólk er svo miðlað til framleiðslu á mismunandi mjólkurvörum innan MS og samstarfsaðila og gefa vörurnar mismikið af sér.

Ef eitthvað af hrámjólkinni fer út úr því samstarfi ber hún verð sem einnig er ákveðið af verðlagsnefnd. Samkeppniseftirlitið vill ekki viðurkenna þetta fyrirkomulag og hefur aldrei gert það,“ segir Egill. Samt hefur komið fram hjá þeim í fyrri umsögnum að þeir líta á MS og KS sem einn aðila á markaði.

Verðlagningu til þriðja aðila breytt

Egill segir að Mjólkursamsalan telji sig í einu og öllu hafa starfað innan þess ramma sem henni er markaður og að á því sé enginn vafi. „Það hefur aldrei verið ætlun okkar að vinna utan þess ramma.“

Verðlagsnefnd breytti verðlagningu á hrámjólk til þriðja aðila eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins 2014 en áður var bara um eitt verð að ræða fyrir mjólk í lausu máli.

Grunnhyggin umræða

Egill segir að kostnaður við að safna mjólk og birgðahald á henni sé töluverður. „MS er skyldug til að taka við allri mjólk og alltaf en kostnaðurinn við slíkt er töluverður. Satt best að segja er umræðan í kringum þessi mál svo grunnhyggin að maður á hreinlega erfitt með að trúa því að hún eigi sér stað. Heyrst hafa raddir sem vilja aðskilja mjólkursöfnun og innvigtun frá vinnslunni en ég er ekki viss um að það séu margir sem myndu vilja taka söfnunina að sér eina og sér. Með því væri ekki lengur skylda neinnar vinnslu að kaupa aðra mjólk en hver hefði þörf fyrir hverju sinni. Mjólk er viðkvæm vara sem verður að komast í vinnslu innan ákveðins tíma og í dag ber Mjólkursamsalan ábyrgð á því.“

60 milljóna króna tap á viðskiptunum við Mjólku

Að sögn Egils hefur ekki oft komið fram að Mjólkursamsalan tapaði rúmum 60 milljónum á viðskiptum sínum við Mjólku 1, eða fyrirtæki Ólafs Magnússonar.

„MS seldi honum hrámjólk á fimmtán mánaða tímabili fyrir 210 milljónir og inni í þeirri upphæð voru 17 milljónir sem var álagning okkar vegna flutnings, gæðaprófana og annars kostnaðar af okkar hálfu. Á bændaverði hefði þessi mjólk kostað 193 milljónir. Ólafur greiddi okkur aftur á móti einungis 150 milljónir þannig að MS varð af rúmum 60 milljónum í þeim viðskiptum.

Eftir á að hyggja tel ég að kúabændur megi alveg skamma okkur í stjórn MS fyrir hvað við vorum liðlegir við Ólaf og að lána honum ígildi fjögurra mánaða viðskipta. Við gáfum honum því í raun fjögurra mánaða úttekt. Við vildum svo sannarlega að reksturinn gengi hjá honum og tókum hann of trúanlegan um að reksturinn myndi rétta úr kútnum. Sem ekki var raunin og því sátum við uppi með tapið þrátt fyrir að Ólafur þvertaki fyrir það.

Líklega hafa það verið mistök hjá okkur að fara ekki með Mjólku 1 í gjaldþrotaskipti en mat okkar á þeim tíma var svo að það væri ekkert upp úr því að hafa,“ segir Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...