Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra króna í nýrri verksmiðju fyrirtækisins sem verður sú umhverfisvænsta sinnar tegundar í heiminum.
Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra króna í nýrri verksmiðju fyrirtækisins sem verður sú umhverfisvænsta sinnar tegundar í heiminum.
Fréttir 21. september 2020

Mun byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi

Höfundur: ehg – nrk.no

Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra króna í nýrri verksmiðju sem staðsett verður í Magnor, rétt við sænsku landamærin. Verksmiðjan og umhverfi hennar hafa fengið nafnið „The Plus“ og verður hafist handa í haust við bygginguna.

Danski arkitektinn Bjarke Ingels á veg og vanda að hönnun en hann hefur meðal annars hannað höfuðstöðvar Google-fyrirtækisins í Kaliforníu.

Verksmiðja Vestre-fyrirtækisins verður fyrsta iðnaðarbyggingin í Noregi sem fær allra hæstu umhverfisvottun sem hægt er að ná þar sem vélmenni og sjálfkeyrandi flutningabílar verða notaðar við framleiðsluna sem keyrir á endurvinnanlegri orku. Verksmiðjan mun hafa helmingi minni losun gróðurhúsalofttegunda en sambærileg verk-efni. Fjárfestingin, upp á 300 milljónir norskra króna, er sú langstærsta í norskri húsgagnaframleiðslu til margra ára. Reiknað er með að í nýju verksmiðjunni skapist um það bil 70 ný störf.

Verksmiðjan verður mjög nýstárleg.

Brú milli kynslóða

Vestre framleiðir útihúsgögn fyrir hið opinbera og hefur fyrirtækið vaxið hratt undanfarin ár eftir að þeir hófu útflutning á vörum sínum. Með nýju verksmiðjunni vilja forsvarsmenn fyrirtækisins sýna nýja mynd af því hvað iðnaður getur verið. Um leið og ný störf munu skapast er stefnt á enn frekari vöxt fyrirtækisins um leið og hugað er að umhverfinu.

Fyrirtækið stefnir á að skapa brú á milli iðnaðar og Grétu Thunberg-kynslóðarinnar. Verksmiðjan verður nýstárleg á margan hátt þar sem verða stórir sex metra háir gluggar, engar girðingar verða umhverfis hana og ætlunin er að byggja flotta byggingu til að laða að yngra fólk til starfa. Nemendum skóla verður boðið að koma í heimsókn og frá þaki verksmiðjunnar getur fólk horft niður á framleiðsluna í gegnum risastóran glugga.

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...