Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mýrdalur 2
Fréttir 7. júní 2018

Mýrdalur 2

Höfundur: smh
Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir búa á bænum Mýrdal 2 í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og reka þar 650 kinda fjárbú. 
 
Býli: Mýrdalur 2.
 
Staðsett í sveit:
Kolbeinsstaðahreppi sem er nú sameinaður Borgarbyggð. 
 
Ábúendur:
Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir en föðurfjölskylda Gísla hefur búið hér frá 1912.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum fjögur börn og fjögur barnabörn.
 
Stærð jarðar? 2.139 hektarar. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 
650 kindur, 8 hross,  4 smalatíkur, einn músaveiðari, 3 hænur og 2 hanar.
 
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Fer eftir árstíð, á veturna er fyrri gjöf gefin fyrir hádegi og seinni gjöf eftir síðdegiskaffi. Annars enginn dagur eins og hver þeirra sérstakur.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegast að taka féð inn á haustin og líka að sjá það fara á fjall á vorin. Leiðinlegast að koma þrjósku lambi á spena. 
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? 
Svipaðan og vonandi komið betra veður. :-)
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Erum glöð ef einhver vill standa í þeim vanþakklátu störfum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, því hann er bestur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Að selja á dýrari markaði sem lúxusvöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk frá Hrauntúni, ostur, smjör og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Léttreyktur ærhryggur og lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þegar Gísli læsti sig fyrir utan bílinn og lét koma með aukalykla, en svo uppgötvaðist að hliðarglugginn var opinn. Einnig þegar hann var að keyra hjólbörur fullar af hrossaskít upp í taðdreifara eftir mjóum planka sem var smá sleipur, skrikaði fótur og lenti með andlitið á kafi í börurnar.
 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...