Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross
Fréttir 21. júní 2016

Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili hefur umsjón með hýsingu hrossa á landsmótssvæðinu á Hólum í Hjaltadal. Þar er til staðar pláss fyrir um 220 hross í tveimur góðum hesthúsum, á Brúnastöðum og Skeiðmel.

Ingimar segir að einnig verði til staðar góð beitarhólf, 8 x 15 m  fyrir hross, þar sem fólki gefst einnig kostur á að hafa líka tjöld eða hjólhýsi sín við. Aðgangur að vatni er til staðar sem og fóðri þegar hagana þrýtur.

Nauðsynlegt er að hver og einn hafi meðferðis eigin ílát undir vatn sem og rafgirðingarþráð og stöð. „Þetta er ekki ekki alveg fimm stjörnu hótel,“ segir Ingimar. Beitarhólfin eru hugsuð fyrir hestamannafélög, til að tryggja þeim góða aðstöðu á mótinu og til að úthluta áfram til sinna félagsmanna. „Beitarhólfin eru að sjálfsögðu gjaldfrí sem og heyið.“

Ingimar segir að hver og einn verði að hafa frumkvæði að því að panta sér pláss, en auk þess sem slíkt sé í boði á Hólum muni skagfirskir bændur hlaupa undir bagga og bjóða þeir aðstöðu í húsunum sínum fyrir þá sem vantar. „Það er nóg pláss fyrir alla hér í héraðinu og það gengur eitt yfir alla, sama hvar menn hafa hross sín, þá fylgir hey og undirburður,“ segir hann.

Ingimar hvetur eigendur landsmótshesta til að hafa samband við sig sem fyrst, en hann er með  netfangið iing@simnet.is.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...