Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross
Fréttir 21. júní 2016

Nægt hesthúsapláss fyrir öll hross

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili hefur umsjón með hýsingu hrossa á landsmótssvæðinu á Hólum í Hjaltadal. Þar er til staðar pláss fyrir um 220 hross í tveimur góðum hesthúsum, á Brúnastöðum og Skeiðmel.

Ingimar segir að einnig verði til staðar góð beitarhólf, 8 x 15 m  fyrir hross, þar sem fólki gefst einnig kostur á að hafa líka tjöld eða hjólhýsi sín við. Aðgangur að vatni er til staðar sem og fóðri þegar hagana þrýtur.

Nauðsynlegt er að hver og einn hafi meðferðis eigin ílát undir vatn sem og rafgirðingarþráð og stöð. „Þetta er ekki ekki alveg fimm stjörnu hótel,“ segir Ingimar. Beitarhólfin eru hugsuð fyrir hestamannafélög, til að tryggja þeim góða aðstöðu á mótinu og til að úthluta áfram til sinna félagsmanna. „Beitarhólfin eru að sjálfsögðu gjaldfrí sem og heyið.“

Ingimar segir að hver og einn verði að hafa frumkvæði að því að panta sér pláss, en auk þess sem slíkt sé í boði á Hólum muni skagfirskir bændur hlaupa undir bagga og bjóða þeir aðstöðu í húsunum sínum fyrir þá sem vantar. „Það er nóg pláss fyrir alla hér í héraðinu og það gengur eitt yfir alla, sama hvar menn hafa hross sín, þá fylgir hey og undirburður,“ segir hann.

Ingimar hvetur eigendur landsmótshesta til að hafa samband við sig sem fyrst, en hann er með  netfangið iing@simnet.is.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...