Norðlenska hættir á Höfn
Höfundur: smh
Norðlenska hefur ákveðið að hætta rekstri sláturhússins á Höfn í Hornafirði.
Stjórn Norðlenska tilkynnti stjórn Sláturfélagsins Búa, sem á um 70 prósent í sláturhúsinu, um þetta á fundi fyrir viku; að sauðfjárslátrun yrði ekki á þeirra vegum í næstu sláturtíð.
Stjórn Búa fundaði á þriðjudaginn síðastliðinn um stöðu mála og eru nú skoðaðir möguleikar á að heimamenn haldi rekstrinum áfram.
Á Höfn í Hornafirði er starfrækt sauðfjár- og stórgripasláturhús.