Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsmenn RARIK undirbúa spennusetningu aðveitustöðvarinnar.
Starfsmenn RARIK undirbúa spennusetningu aðveitustöðvarinnar.
Mynd / RARIK
Fréttir 13. júlí 2021

Ný aðveitustöð á Hnappavöllum tekin í notkun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ný aðveitustöð RARIK var tekin í notkun á Hnappavöllum í Öræfa­sveit fyrir skömmu en hún mun auka afkastagetu og afhendingar­öryggi rafmagns á svæð­inu til muna. Rafmagnsálag í Suður­sveit og Öræfum hefur aukist verulega síðustu ár samfara fjölgun ferða­manna og með tilkomu hó­tels sem opnað hefur verið á Hnappavöllum. Forse­nda þess að hægt var að reisa nýja aðveitustöð á svæðinu var að Landsnet legði til nýjan afhendingarstað raforku frá byggða­línu á Hnappavöllum, en áður var raforka fyrir þetta svæði afhent frá Hólum í Hornafirði. Frá Hólum er um 130 kílómetra 19 kV háspennulögn að Skaftafelli sem annað hefur raforku á svæðinu vestan Hornafjarðarfljóts, það er Mýrum, Suðursveit og Öræfum. Þar af eru um 120 kílómetrar í háspennujarðstreng. Þegar undirbúningur að hótelinu á Hnappavöllum hófst árið 2015 var strax ljóst að 19 kV kerfið myndi ekki anna þeirri aukningu sem því fylgdi án sérstakra aðgerða. Því óskaði RARIK eftir að Landsnet legði til nýjan afhendingarstað frá byggðalínunni í Öræfum og á meðan beðið hefur verið eftir varanlegri lausn hefur RARIK gripið til margvíslegra bráðabirgðalausna til að anna álaginu, m.a. með því að hafa þar varaaflstöð til að framleiða inn á kerfið á mesta álagstíma.


Trygg staðsetning og byggt yfir allan búnað

Nýr afhendingarstaður Landsnets og aðveitustöð RARIK sem nú hafa verið tekin í notkun eru undir Kvíáröldu austan við bæinn Hnappavelli, sem telst trygg staðsetning með tilliti til hugsan­legra jökulflóða. Byggt er yfir allan búnað RARIK og Landsnets á Hnappavöllum. Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK og þar er einnig haft eftir Tryggva Þór Haraldssyni forstjóra að nú verði hægt að mæta verulega auknu álagi í Suðursveit og Öræfum, en raforkuflutningur inn á það svæði sé nú bæði frá Hólum og Hnappavöllum. „Það er því vel séð fyrir orkuþörf svæðisins til langrar framtíðar um leið og dregið er úr líkum á rafmagnstruflunum,“ segir Tryggvi Þór. 

Skylt efni: Öræfi | Rarik | Suðursveit

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...