Ný Gljúfurárrétt í smíðum
Um síðustu helgi var myndarlegur hópur við smíðar á nýrri Gljúfurárrétt.
Réttin sú er í Grýtubakkahreppi en þar eru um 3.600 kindur á fóðrum. Fjárbændur á svæðinu og sjálfboðaliðar sinna verkinu. Guðmundur Björnsson, bóndi í Fagrabæ, er verkstjóri en hreppurinn stendur að framkvæmdinni. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 12 milljónir króna. Stefnt er að því að vígja nýja Gljúfurárrétt aðra helgi í september.