Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjölmenni mætti við formlega opnun nýju Gestastofunnar á Þingvöllum, m.a. umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar, en þeir eru hér í fremstu röð til vinstri.
Fjölmenni mætti við formlega opnun nýju Gestastofunnar á Þingvöllum, m.a. umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar, en þeir eru hér í fremstu röð til vinstri.
Mynd / MHH
Fréttir 11. september 2018

Ný og glæsileg gestastofa fyrir ferðamenn á Þingvöllum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var opnuð ný og glæsileg gestastofa á Hakinu í þjóð­garðinum á Þingvöllum í þeim tilgangi að útbúa betri aðstöðu fyrir móttöku ferðamanna fyrir ofan Almannagjá. 
 
Í nýju stofunni eru fjölnota fyrir­lestrarsalur, glæsileg gagnvirk sýning um sögu og náttúru Þing­valla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrif­stofurými.
 
„Við erum afskaplega stolt og ánægð með nýju gestastofuna því með henni opnast enn meiri möguleikar í miðlun á sögu og náttúru Þingvalla og upplýsingagjöf til gesta þjóðgarðsins sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins með um eina og hálfa milljón ferðamanna á ári,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. 
 
Með gagnvirkni stofunnar er m.a. hægt að læra um ferðalög fornmanna til Þingvalla með gagnvirkum hætti, bregða sér í hlutverk lögsögumanns í lögréttu í sýndarveruleika, fræðast um lífríki Þingvallavatns og jarðsögu svæðisins. 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...