Nýr fagstjóri hjá RML
Friðrik Már Sigurðsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) sem fagstjóri á búfjárræktar og þjónustusviði.
Samkvæmt tilkynningu á vef RML verður Friðrik í hlutastarfi til áramóta, en síðan í fullu starfi. Aðalstarfsstöð hans verður á Hvammstanga.
Friðrik hefur háskólamenntun í búvísindum og er með MPM í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
Í tilkynningunni kemur fram að hann hafi víðtæka þekkingu á starfsumhverfi bænda, sé með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu úr kennslu, stjórnsýslu, verkefnastjórnun og ráðgjöf.