Nýr landnemi úr svepparíkinu
Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki verið skráður áður hér á landi.
Sveppurinn fannst í Naustaborgum við Akureyri og vex á mel þar sem tré hafa verið gróðursett. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúru fræðistofnun, hefur greint sveppinn og virðist hann nýr landnemi á Íslandi. Er hann líkur trufflusvepp í útliti, gulbrúnn, óreglulega kúlulaga og vex hálfgrafinn í jörð. Sveppurinn er ekki ætur.
Rhizopogonsveppir eru algengir erlendis, einkum nálægt furum og eru taldir gegna mikilvægu hlutverki í vistfræði barrskóga.
Sveppurinn er m.a. settur í sérstakar blöndur til að mynda svepparætur á ungum trjáplöntum. Rhizopogontegundir hafa verið notaðar við endurheimt skóga í kjölfar rasks af náttúrulegum eða manna völdum og eru taldar gegna mikilvægu hlutverki við að auðvelda jarðvegsbindingu kolefnis í sveppaskógum.
Greint var frá fundinum í Facebookhóp Guðríðar Gyðu: Funga Íslandssveppir ætir eður ei.