Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Mynd / Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki verið skráður áður hér á landi.

Sveppurinn fannst í Nausta­borgum við Akureyri og vex á mel þar sem tré hafa verið gróður­sett. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúru­ fræðistofnun, hefur greint sveppinn og virðist hann nýr landnemi á Íslandi. Er hann líkur trufflusvepp í útliti, gulbrúnn, óreglulega kúlu­laga og vex hálfgrafinn í jörð. Sveppurinn er ekki ætur.

Rhizopogonsveppir eru algengir erlendis, einkum nálægt furum og eru taldir gegna mikilvægu hlutverki í vistfræði barrskóga.

Sveppurinn er m.a. settur í sérstakar blöndur til að mynda svepparætur á ungum trjáplöntum. Rhizopogon­tegundir hafa verið notaðar við endurheimt skóga í kjölfar rasks af náttúrulegum eða manna völdum og eru taldar gegna mikilvægu hlutverki við að auðvelda jarðvegsbindingu kolefnis í sveppaskógum. 

Greint var frá fundinum í Facebook­hóp Guðríðar Gyðu: Funga Íslands­sveppir ætir eður ei.

Skylt efni: Sveppir

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...