Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Mynd / Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki verið skráður áður hér á landi.

Sveppurinn fannst í Nausta­borgum við Akureyri og vex á mel þar sem tré hafa verið gróður­sett. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúru­ fræðistofnun, hefur greint sveppinn og virðist hann nýr landnemi á Íslandi. Er hann líkur trufflusvepp í útliti, gulbrúnn, óreglulega kúlu­laga og vex hálfgrafinn í jörð. Sveppurinn er ekki ætur.

Rhizopogonsveppir eru algengir erlendis, einkum nálægt furum og eru taldir gegna mikilvægu hlutverki í vistfræði barrskóga.

Sveppurinn er m.a. settur í sérstakar blöndur til að mynda svepparætur á ungum trjáplöntum. Rhizopogon­tegundir hafa verið notaðar við endurheimt skóga í kjölfar rasks af náttúrulegum eða manna völdum og eru taldar gegna mikilvægu hlutverki við að auðvelda jarðvegsbindingu kolefnis í sveppaskógum. 

Greint var frá fundinum í Facebook­hóp Guðríðar Gyðu: Funga Íslands­sveppir ætir eður ei.

Skylt efni: Sveppir

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...