Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Mynd / Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki verið skráður áður hér á landi.

Sveppurinn fannst í Nausta­borgum við Akureyri og vex á mel þar sem tré hafa verið gróður­sett. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúru­ fræðistofnun, hefur greint sveppinn og virðist hann nýr landnemi á Íslandi. Er hann líkur trufflusvepp í útliti, gulbrúnn, óreglulega kúlu­laga og vex hálfgrafinn í jörð. Sveppurinn er ekki ætur.

Rhizopogonsveppir eru algengir erlendis, einkum nálægt furum og eru taldir gegna mikilvægu hlutverki í vistfræði barrskóga.

Sveppurinn er m.a. settur í sérstakar blöndur til að mynda svepparætur á ungum trjáplöntum. Rhizopogon­tegundir hafa verið notaðar við endurheimt skóga í kjölfar rasks af náttúrulegum eða manna völdum og eru taldar gegna mikilvægu hlutverki við að auðvelda jarðvegsbindingu kolefnis í sveppaskógum. 

Greint var frá fundinum í Facebook­hóp Guðríðar Gyðu: Funga Íslands­sveppir ætir eður ei.

Skylt efni: Sveppir

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...