Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýr sjónvarpsþáttur um landbúnað hefst í kvöld
Fréttir 15. febrúar 2016

Nýr sjónvarpsþáttur um landbúnað hefst í kvöld

Nýr þáttur um landbúnað hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld mánudaginn 15. febrúar. Þátturinn, sem ber heitið „Í hlaðvarpanum – sjónvarp landbúnaðarins“, verður sýndur vikulega og mun fjalla um um þá fjölbreyttu málefni og starfsemi sem landbúnaði tengjast.  
 
Leitast verður við að gefa huglæga mynd af málefnum greinarinnar, varpa fram staðreyndum, áhorfendum til fróðleiks og umhugsunar. Þættirnir, sem eru á vegum Landbúnaðarklasans, verða í umsjón Áskels Þórissonar blaðamanns og Berglindar Hilmarsdóttur bónda.
 
Jónas Egilsson.
Að sögn Jónasar Egilssonar, verk­efnisstjóra Landbúnaðarklasans, verður í þáttunum fjallað um allar hliðar og mikilvægi landbúnaðarins fyrir land og þjóð, fólkið sem starfar í greininni og þau viðfangsefni sem blasa við henni á öllum stigum, í frumframleiðslu, úrvinnslu, dreifingu og sölu. 
 
Efnistök sagði Jónas verða fjölbreytt. „Við fáum gesti í heimsókn til skoðanaskipta, verðum með kynningar á málefnum, vörum og verkefnum. Tekist verður á við fjölmörg stórmál landbúnaðarins á líðandi stundu, s.s.  búvörusamninga, matvælaverð og tolla, fæðuöryggi, gæði og öryggi matvæla til að nefna nokkur umræðuefni næstu þátta.“ Einnig yrði reynt að horfa til framtíðar, rætt við unga bændur um þeirra sýn á bústörf næstu kynslóða. Þá sagði hann að umhverfis- og loftslagsmál yrðu skoðuð, aðkomu bænda að uppgræðsluverkefnum, hvað hefði verið gert og hvað væri í bígerð á næstu árum, ásamt mörgum öðrum málum.
 
Þá væri ætlunin að hafa allt efni sem aðgengilegt fyrir sem flesta enda er landbúnaður ein af mikilvægustu atvinnugreinum okkar og snertir því sem næst alla landsmenn á hverjum degi. Þátturinn verður á sjónvarpsstöðinni ÍNN klukkan 21.30 á mánudögum.

Skylt efni: fjölmiðlar

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...