Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum frá 2001.

Ekki fæst uppgefið úr matvælaráðuneytinu hvað felst í nýjum grunni, en hann þjónar tvenns konar tilgangi; vera grundvöllur útreikninga fyrir afurðaverð til kúabænda annars vegar og á heildsöluverði mjólkur og mjólkurvörum hins vegar, sem verðlagsnefnd búvöru ákveður.

Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar.

Endurspeglar rekstur kúabús af hagkvæmri stærð

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er það mat nefndarinnar að nýi grundvöllurinn endurspegli rekstur kúabús af hagkvæmri stærð og taki mið af hagkvæmum framleiðsluháttum dagsins í dag. Næstu skref séu að setja verðlagsgrundvöllinn upp á skipulegan hátt og yfirfara alla grunnþætti, skrifa lýsingu á því sem er til grundvallar og fleira. Í svari ráðuneytisins segir að gerð verði betri grein fyrir þeim þáttum sem verðlagsgrundvöllur byggir á, þegar tímabært sé að setja hann formlega á fót.

Tafir á skilum Hagfræðistofnunar

Um síðustu mánaðamót rann úr skipunartími verðlagsnefndar búvöru, sem hefur starfað frá árinu 2022. Af sjö tilnefndum fulltrúum eiga Bændasamtök Íslands (BÍ) tvo fulltrúa og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) tvo. BÍ hefur tilnefnt Rafn Bergsson, formann deildar kúabænda hjá BÍ og bónda í Litlu-Hildisey 1, og Sigurbjörgu Ottesen, nautgripa- og sauðfjárbónda á Hjarðarfelli, sem situr í stjórn BÍ, sem sína fulltrúa í nýja nefnd. Rafn mun sitja áfram í nefndinni en Sigurbjörg kemur ný inn. SAM tilnefnir Elínu Margréti Stefánsdóttur og Pálma Vilhjálmsson til áframhaldandi setu í nefndinni.

Fráfarandi formaður nefndarinnar, Kolbeinn Hólmar Stefánsson, hefur skýrt tafirnar á uppfærslu verðlagsgrunnsins hér í blaðinu svo að það hafi tekið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands lengri tíma að skila rammanum fyrir nýjan grunn. Farið var í vinnu við þá endurskoðun þegar fráfarandi nefnd var skipuð í september 2022.

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...

Litadýrð í íslensku sauðfé
Fréttir 6. nóvember 2024

Litadýrð í íslensku sauðfé

Litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárins er einstakur á heimsvísu. Karólína Elís...

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn
Fréttir 6. nóvember 2024

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur nýjum vatnsrennibrautum fyrir Sund...

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...