Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló
Fréttir 24. janúar 2018

Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.

Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.352,1 árskýr skilaði 6.159 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 30 kg frá árinu 2016 en þá skiluðu 24.999,2 árskýr meðalnyt upp á 6.129 kg. Jafnframt eru þetta mestu meðalafurðir frá upphafi vega og annað árið í röð sem þær ná yfir 6.000 kg eftir árskú. Þessi afurðaaukning er mjög athyglisverð í ljósi þess að nú eru allir mjólkurframleiðendur í skýrsluhaldi og árskúm fjölgaði milli ára um nálægt 1.350 talsins, einkum vegna þess.

Mestar meðalafurðir 2017 voru í Skagafirði eða 6.537 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 45,4 árskýr á árinu 2017 en sambærileg tala var 43,5 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 60,9 kýr en 2016 reiknuðust þær 59,5.

Ársuppgjör afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2017 á heimasíðau RML.

 

 

 

 

Skylt efni: RML. Afurðir | Kýr | Mjólk

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...