Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló
Fréttir 24. janúar 2018

Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.

Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.352,1 árskýr skilaði 6.159 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 30 kg frá árinu 2016 en þá skiluðu 24.999,2 árskýr meðalnyt upp á 6.129 kg. Jafnframt eru þetta mestu meðalafurðir frá upphafi vega og annað árið í röð sem þær ná yfir 6.000 kg eftir árskú. Þessi afurðaaukning er mjög athyglisverð í ljósi þess að nú eru allir mjólkurframleiðendur í skýrsluhaldi og árskúm fjölgaði milli ára um nálægt 1.350 talsins, einkum vegna þess.

Mestar meðalafurðir 2017 voru í Skagafirði eða 6.537 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 45,4 árskýr á árinu 2017 en sambærileg tala var 43,5 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 60,9 kýr en 2016 reiknuðust þær 59,5.

Ársuppgjör afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2017 á heimasíðau RML.

 

 

 

 

Skylt efni: RML. Afurðir | Kýr | Mjólk

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir
Fréttir 7. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eiga...

Erfið staða námsins
Fréttir 7. mars 2025

Erfið staða námsins

Þungt hljóð var í fulltrúum garðyrkjubænda á deildarfundi búgreinarinnar vegna s...

Samningsmarkmið svipuð og áður
Fréttir 7. mars 2025

Samningsmarkmið svipuð og áður

Deildarfundur sauðfjárbænda samþykkti þau áhersluatriði sem verða höfð til hliðs...

Skipa starfshóp um áhrif innflutnings
Fréttir 7. mars 2025

Skipa starfshóp um áhrif innflutnings

Skipa á starfshóp til að greina áhrif af hugsanlegum innflutningi á erfðaefni úr...

Deilt er um dýravelferð
Fréttir 7. mars 2025

Deilt er um dýravelferð

Forsvarsmenn Dýraverndarsambands Íslands eru ósáttir við að stjórnsýsla dýravelf...

Uppsagnir á Blönduósi
Fréttir 6. mars 2025

Uppsagnir á Blönduósi

Kjarnafæði Norðlenska hefur sagt upp 22 starfsmönnum sem starfa við sláturhús SA...

Tilnefnd til verðlauna
Fréttir 6. mars 2025

Tilnefnd til verðlauna

Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, hefur verið tilnefnd til Blaða...

Starfsfólk LbhÍ og Hóla meðal ósáttustu starfsmanna ríkisins
Fréttir 6. mars 2025

Starfsfólk LbhÍ og Hóla meðal ósáttustu starfsmanna ríkisins

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum eru meðal neðstu ríkisstofnana í...