Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þessi mynd var tekin þegar fyrsta skóflustungan af nýja hverfinu var tekin, talið frá vinstri, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Grétar Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, Gísli Steinar Gíslason, framkvæmdastjóri Hamrakórs, Jón Helgi Sen Erlendsson hjá Hamrakór og Jóhann Pétur Reyndal, fjármálastjóri Hamrakórs.
Þessi mynd var tekin þegar fyrsta skóflustungan af nýja hverfinu var tekin, talið frá vinstri, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Grétar Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, Gísli Steinar Gíslason, framkvæmdastjóri Hamrakórs, Jón Helgi Sen Erlendsson hjá Hamrakór og Jóhann Pétur Reyndal, fjármálastjóri Hamrakórs.
Mynd / Sveitarfélagið Ölfus
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða hverfis í Þorlákshöfn. Íbúðirnar í hverfinu verða tveggja til fjögurra herbergja á bilinu frá 60 til 95 fm.

Húsin verða staðsteypt, einangruð að utan og klædd álklæðningu. Gluggar verða ál eða trégluggar. Þróunarfélagið Hamrakór ehf. stendur að uppbyggingunni í Móabyggð og hefur félagið þegar samið við byggingafélagið Verkeiningu ehf. um byggingu fyrstu húsanna. Alls verða 78 íbúðir í 11 lágreistum fjölbýlishúsum í fyrsta áfanga Móabyggðar, þar sem mikil áhersla verður lögð á hlýja og aðlagandi umgjörð með lágstemmdri byggð sem skiptast mun í nokkra kjarna sem tengjast saman með vistgötum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að Ölfus sé það sveitarfélag á landinu sem vaxi hvað hraðast um þessar mundir.

„Eftirspurn eftir húsnæði í Þorlákshöfn hefur verið svo hröð að nú nýlega kom sú staða upp að ekki var eina einustu lóð að fá og engar fasteignir voru til sölu. Hér mælast íbúar þeir ánægðustu á landinu og því eðlilegt að ásóknin sé mikil. Við gleðjumst því mjög yfir samstarfinu við Hamrakór og vonumst til að í því felist enn frekari sóknarfæri. Það er að okkar mati ein af frumskyldum bæjar- og sveitarstjórna að bregðast við húsnæðisskorti enda húsnæði ein af frumþörfum almennings. Við þurfum að bregðast skjótt við og samstarfið við Hamrakór er eitt af þeim púslum sem við þurfum til að geta fullgert myndina,“ segir Elliði. 

Móabyggð í Þorlákshöfn verður nýtt 450 íbúða hverfi en mikill uppbygging á sér nú stað í Þorlákshöfn.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...