Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, segir ætlun félagsins að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, segir ætlun félagsins að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli.
Fréttir 14. mars 2022

Nýtt flugfélag um millilandaflug stofnað á Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýtt flugfélag um millilandaflug var stofnað á Akureyri nýverið en fyrsta flugið er áætlað 2. júní næstkomandi. Félagið fékk nafnið Niceair og vísar það til Norður-Íslands, en það mun sinna vaxandi markaði svæðisins bæði fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn.

Í upphafi verður flogið til þriggja landa, Bretlands, Danmerkur og Spánar, og hefst sala innan skamms. Félagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum en þessi tegund flugvélar er langdræg og hentar vel fyrir aðstæður á Akureyri ásamt því að hafa gott fraktrými. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafa breyst verulega frá því sem áður var en stofnun Niceair kemur í kjölfar tveggja ára rannsóknarvinnu í samvinnu við erlenda og innlenda aðila. Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi, og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfni fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.

Fyrst um sinn verður flugrekstrar­leyfið í höndum evrópsks flugrek­anda. Ætla má að um 20 störf muni skapast á Akureyri en áhafnir verða bæði innlendar og erlendar, og launakjör sambærileg þeim sem gerast á íslenskum vinnumarkaði. Þjálfun áhafna mun fara fram bæði á Íslandi og erlendis.

Félagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum en þessi tegund flugvélar er langdræg og hentar vel fyrir aðstæður á Akureyri ásamt því að hafa gott fraktrými.

Vel fjármagnað með öfluga bakhjarla

„Við erum vel fjármagnað félag með öfluga bakhjarla. Það er sérstaklega ánægjulegt hversu fjölbreytt breiðsíða fyrirtækja, einstaklinga og stofnana á Norðurlandi hefur flykkt sér að baki félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík en KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð,  brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost, Finnur ehf. og fleiri félög eru meðal hluthafa. Enginn hluthafa er áberandi stór og enginn er yfir 8%. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík.

Áætlunarflug allt árið um kring mun þjóna farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi sem hingað til hafa þurft að fara langan veg til Keflavíkur til að komast í millilandaflug. Flug Niceair til Akureyrar er líklegt til að styðja við heilsársþjónustu um allt land sem hefur lengi verið markmið ferðaþjónustunnar en rannsóknir frá Ferðamálastofu hafa sýnt fram á að 70% endurkomufarþega til Íslands vilja komast beint út á land.

„Við sjáum fram á vöxt á næstu árum. Það er mikilvægt að geta gripið tækifæri til frekari vaxtar eftir því sem eftirspurn eykst. Við hlökkum til að taka höndum saman með Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands, Austurbrú og stjórnvöldum við að kynna Norður- og Austurland sem nýja áfangastaði á Íslandi,“ segir Þorvaldur Lúðvík.

Jákvætt og stórt skref 

„Við erum gríðarlega ánægð að fá okkar eigið flugfélag á Akureyrarflugvöll. Hér í norðrinu er ört vaxandi borgarsamfélag sem verður að hafa áætlunarflug á milli landa á helstu áfangastaði fyrir fólk og frakt. Það hefur verið sameiginlegt átak hjá mörgum hagaðilum hér fyrir norðan um langt skeið að byggja upp áfangastaðinn og þetta er afar jákvætt og stórt skref sem við sjáum hér stigið,“ segir Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri Akureyrarflugvallar.

Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins, www.niceair.is.

Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum erlendum  bókunarvélum sem einfaldar farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu.

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...