Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011.  Mynd / Nature Ecology and Evolution
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011. Mynd / Nature Ecology and Evolution
Fréttir 28. ágúst 2018

Ólöglegt skógarhögg og fiskveiðar fjármögnuð í gegnum skattaskjól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarhögg til framleiðslu á soja- og nautakjöti er að stórum hluta fjármagnað í gegnum fyrirtæki í skattaskjólum. Sömu sögu er að segja um 70% fiskiskipa sem stunda ólöglegar veiðar.

Samkvæmt skýrslu sem nýlega var birt í tímaritinu Nature Ecology and Evolution fara tugir ef ekki hundruð milljarðar bandaríkjadala í gegnum skattaskjól í starfsemi sem veldur verulegum umhverfisspjöllum. Samkvæmt skýrslunni eru mýmörg dæmi um spjöll sem fjármögnuð eru í gegnum skattaskjól og má þar nefna ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar sem stundaðar eru undir hentifána.

Fjárfestingar gegnum skattaskjól

Fjöldi þekktra alþjóðlegra fyrirtækja í matvælaiðnaði notfæra sér skattaskjól. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé ólöglegt að flytja fjármagn í gegnum lönd sem bjóða upp á svokölluð skattaskjól og eru stundum kölluð skattaparadís. Leyndin sem fylgir slíkum fjármálaflutningum gerir aftur á móti erfitt að fylgjast með fjárflutningunum og í hvers konar starfsemi þeim er ráðstafað.

Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2000 til 2011 hafi tveir þriðju af erlendum fjárfestingum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu borist til landsins frá skattaskjólum.

Eins og flestum er kunnugt hefur framleiðsla á soja- og nautakjöti í Suður-Ameríku verið tengt gríðarlegri og oft ólöglegri skógareyðingu í álfunni.

Aukið gegnsæi nauðsynlegt

Samkvæmt upplýsingum sem skýrsluhöfundar fengu frá seðlabanka Brasilíu var fjárfest í fyrirtækjum í soja- og nautakjötsframleiðslu í landinu á árunum 2000 til 2011 fyrir um 27 milljarða bandaríkjadala utanlands frá. Þar af komu 18,4 milljarðar frá fjárfestum í skattaskjólum og mest frá Cayman-eyjum.

Aðeins brot af skattaskjólspeningum

Skýrsluhöfundar segja að ofangreindar upphæðir séu einungis brot af þeim fjármunum sem streyma í gegnum skattaskjól oft til ólöglegrar starfsemi sem í mörgum tilfellum sé umhverfis- og þjóðfélagslega spillandi. Þeir segja nauðsynlegt að auka gegnsæi fjármálagerninga í gegnum skattaskjól svo að hægt verði að draga þá til ábyrgðar sem fjármagni ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar í gegnum ríki sem bjóða upp á slíka þjónustu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...