Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Árleg veiði nemur nokkrum tugum dýra.
Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Árleg veiði nemur nokkrum tugum dýra.
Mynd / Bbl
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024.

Sótt er um til Fiskistofu og er umsóknarfrestur til 1. október nk. Reglugerð um bann við selveiðum kveður á um að þær eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu og á það við um veiði á öllum tegundum sela.

Hún getur hins vegar veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag, þ.e.a.s. búbót.

„Fyrir þetta ár var sótt um leyfi til veiða á 41 landsel og 13 útselum og sá fjöldi samþykktur,“ segir Daði Tryggvason hjá Fiskistofu. „Veiðitölur eru ekki komnar inn en þær koma með umsóknum fyrir næsta ár.

Síðustu ár hafa verið veiddir töluvert færri selir en sótt er um leyfi fyrir.“ Í umsókn um veiðileyfi þarf að taka fram staðsetningu fyrir- hugaðrar veiði og hvaða aðferð á að nota við veiðina.

Öll sala bönnuð

Einnig fjölda landsela og/eða útsela sem viðkomandi hyggst veiða. Þá er óskað eftir upplýsingum um selveiðar umsækjanda sl. fimm ár og staðfestingu á eignarheimild eða samningi við eiganda viðkomandi lands. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Fiskistofa hefur eftirlit með að veiðar séu í samræmi við lög og reglur og getur gripið til aðgerða ef hún telur ástæðu til.

Á válista spendýra

Landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus) eru einu tegundir sela sem kæpa á Íslandi og halda til við landið allt árið. Fjórar tegundir koma þó sem flækingar til Íslands endrum og sinnum og eru það vöðuselur, kampselur, blöðruselur og hringanóri.

Fylgst hefur verið með stofnstærð sels við landið: landsels frá 1980 og útsels síðan 1982.

Árið 2020 var íslenski landselsstofninn metinn um 10.300 dýr en um 33.000 í upphafi talninga.

Nýjasta mat á íslenska útselsstofninum mun vera frá 2017 og gerði ráð fyrir 6.200 dýrum en var metinn 9.200 dýr 1982 og hefur sveiflast nokkuð innan tímabilsins.

Selir eru metnir á válista spendýra, landselur sem tegund í hættu og útselur í nokkurri hættu. Hvorug tegundin er þó á Evrópuválista eða heimsválista, skv. upplýsingum af vef Náttúrufræði stofnunar Íslands.

Skylt efni: selveiðar

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...