Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra afhenti Birni Kr. Bragasyni, fulltrúa Brewbar-hópsins, Ecotrophelia-verðlaunin.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra afhenti Birni Kr. Bragasyni, fulltrúa Brewbar-hópsins, Ecotrophelia-verðlaunin.
Mynd / TB
Fréttir 5. júní 2018

Orkustykki úr bjórhrati frumlegasta nýjungin

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Orkustykkið Brewbar hlaut fyrstu verðlaun í vöruþróunarsamkeppninni Ecotrophelia sem haldin er árlega. Uppistaðan í Brewbar er hrat sem fellur til við bjórgerð. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra afhenti frumkvöðlunum sem standa að baki Brewbar verðlaunin við upphaf ráðstefnunnar „Ábyrg matvælaframleiðsla“ sem haldin var í Hörpu á dögunum.
 
Ecotrophelia Ísland er vöruþróunarsamkeppni meðal nemenda í íslenskum háskólum. Markmið keppninnar er að stuðla að þróun nýrra, umhverfisvænna matvara fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað, ásamt því að auka umhverfisvitund og þjálfa frumkvöðlahugsun nemenda. Að keppninni standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og Samtök iðnaðarins í samstarfi við íslenska háskóla. 
 
Sérfræðiaðstoð og aðgöngumiði í Evrópukeppni
 
Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að með þátttöku í keppninni öðlist nemendur þekkingu og reynslu af heildarferli vöruþróunar en auk þess fá sigurvegararnir viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna, vegleg peningaverðlaun og verðlaunagrip frá aðstandendum keppninnar. Vinningshafinn fær jafnframt ávísun á sérfræðiaðstoð og ráðgjöf frá bæði Nýsköpunarmiðstöð og Matís og síðast en ekki síst þátttökurétt í Ecotrophelia Europe sem er sambærileg keppni við sigurlið frá öðrum Evrópuríkjum. Evrópukeppnin verður haldin í París í október.
 
Sigurvegarar fyrri ára hafa tekið þátt í Evrópukeppninni og jafnan staðið sig með prýði en Ísland hefur tekið þátt frá árinu 2011. 
 
Útlitsgallað blómkál og mjólkurdropar á föstu formi
 
Þrjú lið tóku þátt í keppninni í ár og voru verkefnin öll ólík og frumleg. „Bítsa og Basta er pítsubotn og pestó hvoru tveggja búin til úr útlitsgölluðu blómkáli, höfundar eru Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, Ólafur Pálsson, Stefán Örn Snæbjörnsson og Þóra Kristín Sigurðardóttir. Brewbar er orkustykki þar sem uppistaðan í hráefninu er hrat úr bjórgerð, að því verkefni standa Ainhoa Arriero Castaño, Björn Kr. Bragason og Dovydas Raila. Mjólkurdropinn eru smáskammtar af mjólk á  föstu formi til að forðast plastumbúðir, ætlaðir út í heita drykki. Höfundar eru Dagbjört Inga Grétarsdóttir og Magnús Snær Árnason. 
 
Fjölskipuð dómnefnd
 
Dómnefnd skipuðu Ragnheiður Héðinsdóttir og Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins, Grímur Ólafsson, matvælafræðingur og sérfræðingur hjá Matvælastofnun, Hannes Ottósson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Lilja Rut Traustadóttir, gæða- og mannauðsstjóri hjá Gæðabakstri,“ segir í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.
 
Dagbjört Inga Grétarsdóttir (Mjólkurdropinn), Ingibjörg Ásbjörnsdóttir (Bítsa og Basta), Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Björn Kr. Bragason (BrewBar) og Ragnheiður Héðinsdóttir hjá SI.
 

 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...