Öryggi rafmagnsdreifingar aukið
Norski fjárfestingarbankinn og RARIK ohf. hafa undirritað 20 milljóna evra lánasamning.
Honum er ætlað að fjármagna lögn jarðstrengja í staðinn fyrir loftlínur frá árunum 2022-2024 til að efla öryggi rafmagnsveitu í þéttbýli og dreifbýli á Íslandi.
Lánið er til 15 ára og mun tryggja fjármögnun fjárfestinga RARIKS í dreifikerfum og rafstöðvum bæði í dreifbýli og þéttbýli.
Markmið RARIK er að koma öllu dreifikerfinu í jörð fyrir 2035. Í fréttatilkynningu vegna samningsins segir að aukin notkun jarðstrengja í staðinn fyrir loftlínur geri dreifikerfið veðurþolnara og orkunýtni betri.
Þar af leiðandi mun fjárfestingaverkefnið efla öryggi rafveitunnar með því að minnka líkurnar á rafmagnsleysi af völdum, til dæmis veðurtruflana.