Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. apríl 2019

Óskað eftir lengri fresti vegna sameiningar Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Sameiningarviðræður Norð­lenska, Kjarnafæðis og SAH afurða hafa gengið ágætlega, en einhverjar tafir hafa þó orðið enda málið ekki einfalt viðureignar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
 
Hann segir að áhugasamir fjárfestar hafi óskað eftir lengri tímafrestum til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í hlut í sameinuðu fyrirtæki.
 
„Tilboð hafa nú borist en það á eftir að fara betur yfir þau og eins að ræða við tilboðsgjafa,“ segir Ágúst Torfi.
 
Boðað hafði verið til hlut­hafafundar í Búsæld, félagi sem á Norðlenska, nú á laugardag 30. mars í Mývatnssveit, en vegna tafa sem orðið hafa hefur honum verið frestað. Ágúst Torfi segir að nýtt fundarboð verði sent út þegar ljóst sé hvenær þeirri vinnu sem þarf að ljúka fyrir hluthafafund verði lokið.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...