Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óskar Magnússon.
Óskar Magnússon.
Fréttir 26. mars 2018

Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka kosinn nýr formaður Landssamtaka landeigenda

Höfundur: HKr.
Landssamtök landeigenda héldu aðalfund sinn á Hótel Sögu þann 15. mars. Þar var Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð kosinn nýr formaður í stað Arnars Bergssonar á Hofi í Öræfum, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. 
 
Örn Bergsson var aftur á móti kosinn í stjórn félagsins ásamt Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur úr Reykjahlíð, Sigurði Jónssyni í Eyvindartungu og Birni Magnússyni að Hólabaki. 
 
Í varastjórn voru kosin Snorri H. Jóhannesson, Erlendur Ingvarsson, Þórólfur Sveinsson, Haukur Halldórsson og Elín R. Líndal. 
 
Hættir formennsku eftir 10 ár
 
Örn Bergsson hefur setið í stjórn Landssamtaka landeigenda frá stofnun þess fyrir 11 árum og þar af sem formaður í 10 ár. 
 
Nýi formaðurinn, Óskar Magnússon, er fæddur á Sauðárkróki 13. apríl 1954. Hann nam lögfræði við Háskóla Íslands og lauk Master of International Business Law frá George Washington University í Bandaríkjunum. Óskar hefur verið blaðamaður, lögmaður og hæstaréttarlögmaður, verið forstjóri og stjórnarformaður ýmissa fyrirtækja og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...