Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óskar Magnússon.
Óskar Magnússon.
Fréttir 26. mars 2018

Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka kosinn nýr formaður Landssamtaka landeigenda

Höfundur: HKr.
Landssamtök landeigenda héldu aðalfund sinn á Hótel Sögu þann 15. mars. Þar var Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð kosinn nýr formaður í stað Arnars Bergssonar á Hofi í Öræfum, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. 
 
Örn Bergsson var aftur á móti kosinn í stjórn félagsins ásamt Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur úr Reykjahlíð, Sigurði Jónssyni í Eyvindartungu og Birni Magnússyni að Hólabaki. 
 
Í varastjórn voru kosin Snorri H. Jóhannesson, Erlendur Ingvarsson, Þórólfur Sveinsson, Haukur Halldórsson og Elín R. Líndal. 
 
Hættir formennsku eftir 10 ár
 
Örn Bergsson hefur setið í stjórn Landssamtaka landeigenda frá stofnun þess fyrir 11 árum og þar af sem formaður í 10 ár. 
 
Nýi formaðurinn, Óskar Magnússon, er fæddur á Sauðárkróki 13. apríl 1954. Hann nam lögfræði við Háskóla Íslands og lauk Master of International Business Law frá George Washington University í Bandaríkjunum. Óskar hefur verið blaðamaður, lögmaður og hæstaréttarlögmaður, verið forstjóri og stjórnarformaður ýmissa fyrirtækja og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...