Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óskar Magnússon.
Óskar Magnússon.
Fréttir 26. mars 2018

Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka kosinn nýr formaður Landssamtaka landeigenda

Höfundur: HKr.
Landssamtök landeigenda héldu aðalfund sinn á Hótel Sögu þann 15. mars. Þar var Óskar Magnússon á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð kosinn nýr formaður í stað Arnars Bergssonar á Hofi í Öræfum, sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. 
 
Örn Bergsson var aftur á móti kosinn í stjórn félagsins ásamt Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur úr Reykjahlíð, Sigurði Jónssyni í Eyvindartungu og Birni Magnússyni að Hólabaki. 
 
Í varastjórn voru kosin Snorri H. Jóhannesson, Erlendur Ingvarsson, Þórólfur Sveinsson, Haukur Halldórsson og Elín R. Líndal. 
 
Hættir formennsku eftir 10 ár
 
Örn Bergsson hefur setið í stjórn Landssamtaka landeigenda frá stofnun þess fyrir 11 árum og þar af sem formaður í 10 ár. 
 
Nýi formaðurinn, Óskar Magnússon, er fæddur á Sauðárkróki 13. apríl 1954. Hann nam lögfræði við Háskóla Íslands og lauk Master of International Business Law frá George Washington University í Bandaríkjunum. Óskar hefur verið blaðamaður, lögmaður og hæstaréttarlögmaður, verið forstjóri og stjórnarformaður ýmissa fyrirtækja og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...