Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landssamband smábátaeigenda hefur mótmælt því harðlega að viðmiðunarafli til línuívilnunar séu skertar.
Landssamband smábátaeigenda hefur mótmælt því harðlega að viðmiðunarafli til línuívilnunar séu skertar.
Mynd / Aðsend mynd
Fréttir 15. september 2020

Ráðherra skerðir heimildir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sífellt færri smábátar notfæra möguleika sinn til línuívilnunar. Helstu ástæður þess eru að veiðiheimildir hafa í auknum mæli færst til stærstu krókaaflamarksbátanna sem flestir eru með beitningarvél og fá því ekki ívilnun.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir að landssambandið hafi á undanförnum árum brugðist við þessari þróun og hvatt ráðherra til að beita sér fyrir breytingu á lögum þannig að allir dagróðrabátar á línu fái ívilnun. Með því yrði tryggt að veiðiheimildir til hennar mundu nýtast að fullu.

Skerðingu mótmælt

„Við höfum mótmælt því harðlega að viðmiðunarafli til línuívilnunar væri skertur og skorað á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir breytingum þannig að línuívilnun mundi gilda fyrir alla dagróðrabáta minni en 30 brúttótonn og styttri en 15 metrar. Við landbeitningu yrði hún 30% (er nú 20%), 20% (15%) við uppstokkun og 10% (0%) fyrir báta með beitningarvél.

Jafnframt höfum við krafist þess að línuívilnun í ýsu yrði aukin verulega, færi úr 20% í 45%, 15% í 30% og 0% í 15% hjá fyrrgreindum flokkum.“

Ráðherra ekki orðið við ósk LS

Að sögn Arnar hefur ráðherra ekki orðið við beiðni LS. „Ráðherra hefur borið fyrir sig að verið væri að endurskoða reglur um 5,3% pottinn. Þrátt fyrir þá endurskoðun hefur hann skert hlut línuívilnunar um tugi prósenta. Þorskveiðiheimildir til línuívilnunar á nýbyrjuðu fiskveiðiári eru 1.800 tonnum lægri en fyrir tveimur árum, hafa lækkað um 60%.“

Færðir skör neðar

Örn segir að í þessu sambandi sé rétt að vekja athygli á að samhliða því sem þorskveiðiheimildir til línuívilnunar eru skertar dregur úr möguleikum á færslu til strandveiða þegar vel árar á þeim bæ. „Ónýttar heimildir frá línuívilnun til strandveiða eða öfugt verða vart til staðar. Að okkar mati er sannarlega við hæfi að slá tvær flugur í einu höggi þegar smábátaútgerðin er annars vegar. Staða hundruð sjálfstæðra útgerðarmanna er færð skör neðar og möguleikar þeirra á að keppa um aflaheimildir við stærri útgerðir eru rýrðar verulega.“

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...