Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ráðstefna um framtíðarstefnu í baráttu gegn eyðimerkurmyndun
Fréttir 11. október 2017

Ráðstefna um framtíðarstefnu í baráttu gegn eyðimerkurmyndun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar var haldið í Mongólíu á vegum Sameinuðu þjóðanna þing þar sem rætt var um framtíðarstefnu í baráttunni við eyðimerkurmyndun.

Stefna í starfi samningsins um varnir gegn myndun eyðimarka, til næstu tólf ára, var til umfjöllunar á þinginu. Meginþema þingsins var að leita leiða til að snúa að endurheimt landgæða og baráttu gegn eyðimerkurmyndun, að draga úr áhrifum þurrka og auka þanþol vistkerfa, að bæta lífsskilyrði samfélaga sem verða fyrir áhrifum eyðimerkurmyndunar og að virkja fjármagn betur í þágu þessara markmiða.

Eyðimerkursamningurinn, eins og samningurinn er oft nefndur, er einn af þremur lykilsamningum Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem gengið var frá á Ríó-ráðstefnunni 1992. Hinir eru Loftslagssamningur S.þ. og Samningurinn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Í frétt á vef  umhverfisráðuneytisins segir að í öllum heimsálfum sé unnið að verkefnum sem snúa að stöðvun eyðimerkurmyndunar og endurheimt landgæða og 110 þjóðir hafa nú þegar sett sér markmið um að ná jafnvægi á milli landhnignunar og endurheimtar landgæða árið 2030.

Ísland var með fulltrúa á þinginu sem lauk 16. september síðastliðinn en það var þrettánda aðildarríkjaþing samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Þingið var haldið í borginni Ordos í Innri Mongólíu í Kína. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...