Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Raflínur og háspennujarðstrengir
Fréttir 2. mars 2016

Raflínur og háspennujarðstrengir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun þess eðlis að gætt verði jafnræðis þegar metin eru möguleg línustæði háspennulína á hálendi og láglendi, þ.m.t. vegna svokallaðs meginflutningskerfis raforku.  Að svæðisskipulag miðhálendisins haldi gildi sínu.


Að svæðisskipulag miðhálendisins haldi gildi sínu og að í landskipulagsstefnu verði sett ákvæði um að ávallt skuli taka tillit til kosta sem felast í lagningu jarðstrengja þegar lagt er mat á áhrif mismunandi kosta varðandi legu og útfærslu orkuflutningsmannvirkja óháð því hvort um er að ræða hálendi eða láglendi.  Að stjórnvöld setji sér markmið um vernd mikilvægs lands á láglendi í stefnu sinni um lagningu raflína.

Framgangur
Stjórn BÍ taki málið upp við Umhverfisráðherra og Iðnaðarráðherra.

Greinargerð
I
Árið 2010 voru samþykkt ný skipulagslög. Með nýjum lögum var komið á nýju skipulagsstigi, þ.e.  landsskipulagi. Bændasamtökin lögðust á sínum tíma gegn þessu – og rökin voru þau að þetta vald væri betur komið hjá heimamönnum, það er að segja sveitarfélögunum á hverjum stað. 

Engu að síður fór þetta inn í lögin og landsskipulagsstefnu er ætlað að samþætta áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra málaflokka sem varða landnotkun.
Nú er ný afstaðin kynning og auglýsing landsskipulagsstefnu 2015-2026.  Stefnan er nokkuð ítarleg og felur í sér stefnu um skipulag á miðhálendi Íslands, um skipulag í dreifbýli, um búsetumynstur og dreifingu byggðar og stefnu um skipulag á haf- og strandsvæðum.  Umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu. 

Landsskipulagsstefnan markar ekki stefnu um eiginlega landnotkun, þ.e. landnotkunarflákum eins og gert er í aðalskipulagi sveitarfélaga.  Stefnan er meira fljótandi og almenns eðlis með nokkrum undantekningum þó.  Má þar nefna t.d. orkuflutningsmannvirkjum á miðhálendi Íslands.  Í Landsskipulagsstefnunni segir beinum orðum: „Við umhverfismat kerfisáætlunar verði lagt mat á áhrif mismunandi kosta varðandi legu og útfærslu orkuflutningsmannvirkja á víðerni og náttúru hálendisins.  Á miðhálendinu taki slíkt umhverfismat til kosta sem felast í lagningu jarðstrengja auk loftlína.“ 

Hins vegar vantar inn í þingsályktunartillöguna sambærilega setningu um jarðstrengi þegar um er að ræða orkuflutningsmannvirki á láglendi. 

Í dag er í gildi svæðisskipulag miðhálendis Íslands þar sem mörkuð er stefna um landnotkun miðhálendisins.  Við gildistöku svæðisskipulags miðhálendisins var mörkuð sameiginleg stefna aðliggjandi sveitarfélaga um landnotkun miðhálendisins.  Gildistakan var stórt framfaraskref og mjög mikilvæg fyrir byggðir Íslands.  Hvað varðar orkuflutningsmannvirki í svæðisskipulaginu að þá er skilgreint mannvirkjabelti sem þverar miðhálendi Íslands.  Þar er mögulegt að leggja háspennulínu um hálendið ef þörf krefur. 

Við samþykkt  Alþingis á landsskipulagsstefnu mun svæðisskipulag miðhálendis Íslands vera fellt úr gildi og sú sátt sem þar hefur skapast um landnotkun mun þá  tapast.  Eins og landsskipulagsstefnan er uppbyggð að þá er mjög varhugavert að fella umrætt svæðisskipulag úr gildi. Orkuflutningsmannvirkin myndu, miðað við þessa stefnu, rísa að mestu á láglendi Íslands, vegna þess að sú leið yrði alltaf ódýrari en lagning jarðstrengja á hálendinu.  Þessi stefna  yrði afar íþyngjandi fyrir marga þá sem hafa kosið að yrkja landið og hafa sitt lífsviðurværi af því.  


II
Í samþykktri þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína,

http://www.althingi.is/altext/144/s/1355.html er kveðið á um stefnu stjórnvalda varðandi raflínur í jörðu.  Þar er þó ekki tekið tillit til hagsmuna landbúnaðar, eða dreifðra byggða varðandi loftlínur eða jarðstrengi hvað varðar meginflutningskerfi raforku.

Þar er þannig tiltekið:
1.3. Meginflutningskerfi raforku.
 

Í meginflutningskerfi raforku skal meginreglan vera sú að notast sé við loftlínur nema annað sé talið hagkvæmara eða æskilegra, m.a. út frá tæknilegum atriðum eða um­hverfis- eða öryggissjónarmiðum. Með tilliti til um­hverfis- og öryggissjónarmiða skal meta í hverju tilviki fyrir sig hvort rétt sé að nota jarðstrengi á viðkomandi línuleið, eða afmörkuðum köflum hennar, á grundvelli eftirfarandi viðmiða sem réttlæta þá að dýrari kostur sé valinn:
   

1.     Ef línuleið er innan skilgreinds þéttbýlis, sbr. skilgreiningu á þéttbýli í 2. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010.
 

2.     Ef línuleið er innan friðlands sem verndað er sökum sérstaks landslags, sbr. 53. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

3.     Ef línuleið er við flugvöll þar sem sýnt er að loftlína geti haft áhrif á flugöryggi.
   

4.     Ef línuleið er innan þjóðgarðs.
   

5.     Ef línuleið er innan friðlands sem verndað er af öðrum sökum en sérstaks landslags, sbr. 53. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.
   

Í framangreindum tilvikum skal meta hve langan jarðstreng er tæknilega mögulegt að vera með á viðkomandi stað í meginflutningskerfinu, kostnað og hvaða áhrif útfærslan hefur á afhendingaröryggi og gæði raforku. Ef í framangreindum tilvikum kostn­aður við að leggja jarðstreng er ekki meiri en tvisvar sinnum kostn­aður við loftlínu á viðkomandi kafla skal miða við að leggja jarðstreng, nema ef ekki er talið tæknilega mögulegt að leggja jarðstreng eða ef loftlína er í um­hverfismati talin betri kostur á grundvelli um­hverfissjónarmiða. Við samanburð á kostnaði skal miða við núvirtan stofnkostnað. Reglan um hámarkskostnaðarmun gildir þó ekki þegar um er að ræða skilgreint þéttbýli eða friðland sem verndað er sökum sérstaks landslags eða að teknu tilliti til flugöryggis, sbr. 1.–3. tölul.
   

Taka skal mið af afhendingaröryggi raforku og kostnaði við að tryggja það.

III
Af framangreindu má ráða að hagsmuna landbúnaðar og dreifðra byggða er ekki nægilega gætt varðandi lagningu raflína.  Mikilvægt er að bæta úr því.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...