Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rannsóknir á næmi arfgerða
Fréttir 26. október 2023

Rannsóknir á næmi arfgerða

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanfarin tvö ár hafa verið framkvæmdar rannsóknir á öllum helstu arfgerðum sem íslenskt sauðfé býr yfir og gætu hugsanlega veitt vernd gegn riðu. Niðurstöður liggja nú fyrir.

Þessar rannsóknir eru mikil tímamót, því samkvæmt þeim hafa fundist fleiri genasamsætur sem veita mjög sterka mótstöðu gegn riðu, umfram ARR og T137. Fyrrnefnda arfgerðin er alþjóðlega samþykkt sem verndandi gegn riðu og fannst í íslensku sauðfé árið 2022. Niðurstöður rannsóknanna benda sterklega til þess að T137 arfgerðin sé verndandi gegn riðu.

Einn helsti sérfræðingur heims í næmisrannsóknum og príonsjúkdómum spendýra, dr. Vincent Béringue, hefur framkvæmt PMCA-næmispróf á öllum helstu arfgerðum í íslensku sauðfé frá 2022. Auk þess hefur íslenska teymið (Eyþór Einarsson, Karólína Elísabetardóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson), framkvæmt samanburð arfgerða í jákvæðum og neikvæðum kindum í raunverulegum íslenskum riðuhjörðum. Vincent mun kynna niðurstöður rannsóknanna á sex fræðslufundum víðs vegar um landið. Auk hans munu nokkrir íslenskir sérfræðingar halda erindi um mismunandi atriði rannsóknanna og um framtíðarhorfur. Dagskrá fundanna má sjá í meðfylgjandi töflu.

Skylt efni: rannsóknir arfgerða

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...