Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rannsóknir á næmi arfgerða
Fréttir 26. október 2023

Rannsóknir á næmi arfgerða

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanfarin tvö ár hafa verið framkvæmdar rannsóknir á öllum helstu arfgerðum sem íslenskt sauðfé býr yfir og gætu hugsanlega veitt vernd gegn riðu. Niðurstöður liggja nú fyrir.

Þessar rannsóknir eru mikil tímamót, því samkvæmt þeim hafa fundist fleiri genasamsætur sem veita mjög sterka mótstöðu gegn riðu, umfram ARR og T137. Fyrrnefnda arfgerðin er alþjóðlega samþykkt sem verndandi gegn riðu og fannst í íslensku sauðfé árið 2022. Niðurstöður rannsóknanna benda sterklega til þess að T137 arfgerðin sé verndandi gegn riðu.

Einn helsti sérfræðingur heims í næmisrannsóknum og príonsjúkdómum spendýra, dr. Vincent Béringue, hefur framkvæmt PMCA-næmispróf á öllum helstu arfgerðum í íslensku sauðfé frá 2022. Auk þess hefur íslenska teymið (Eyþór Einarsson, Karólína Elísabetardóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Svansson), framkvæmt samanburð arfgerða í jákvæðum og neikvæðum kindum í raunverulegum íslenskum riðuhjörðum. Vincent mun kynna niðurstöður rannsóknanna á sex fræðslufundum víðs vegar um landið. Auk hans munu nokkrir íslenskir sérfræðingar halda erindi um mismunandi atriði rannsóknanna og um framtíðarhorfur. Dagskrá fundanna má sjá í meðfylgjandi töflu.

Skylt efni: rannsóknir arfgerða

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...